Andvari - 01.01.1891, Síða 56
64
mjög etið og ummyndað af lopti og legi, í því eru
ótal katlar og holur, nybbur og vörtur/ dældir og
hryggir, þetta kemur vel fram í Bæjarfellinu og
uppi í því eru þessutan stórir hellrar, merkastir
þeirra eru Fjárhellir og Sönghellir. Á Fjárhellri eru
tvö op og er hlaðið upp í hið efra alveg, en til hálfs
í hitt; þar sem hæst er undir lopt mun vera nærri
3 mannhæðir, en þvermál hellisins er um 16 álnir.
Sönghellir er meira en helmingi minni, þar tekur
mjög mikið undir þegar talað er og sungið og all-
staðar bylur undir í gólfi og veggjum þegar stappað
er. Þessir hellar hafa sarna útlit eins og móbergs-
hellar vanalegá hafa, úr þeim eru afhellar, skútar
og skot og í veggjunum ótal kúptar hvilftir, hyllur og
hvolf. Það er einkennilegt og merkilegt, að í öllum
þverdölunum, sem hér ganga upp í hálendið, eru mó-
bergsfell þvers yfir dalina, og þó eru öll fjöll úr
blágrýti í kring, í móberginu eru þó ekki hornóttir
steinmolar heídur mestmegnis lábarið hnullungsgrjót.
Að svo stöddu er ekki gott að skera úr, hvernig á
þessum móbergsfellum stendur; nálægt þessum mó-
bergshnúkum eru allstaðar einhverjar eldgosamenjar,
gígir og þesskonar, en hvert nokkuð sa.mband er
þar á milli er heldur ekki gott að segja.
Hinn 7. ágúst fórum við frá Brúarfossi að Rauð-
kollsstöðum og var rigning og koldinnn þoka allan
daginn. Við fórum yfir Barnaborgárhraun, yfir Kaldá,
framhjá Görðum, yfir fióa fyrir neðan Kolbeinsstaði,
svo um hraun að Landbroti við Haffjarðará, yfir hana
og svo upp að Ytri-Rauðamel, því eg ætlaði um leið
að skoða ölkelduna. Haffjarðará er vatnsmikil, en
góð yíirferðar, því botn er góður og straumur ekki
mikill. Rauðamelur stendur undir hárri og brattri
liraunrönd, það iiraun liefir runnið úr stórum eldgig,