Andvari - 01.01.1891, Page 58
5i;
þaö niður á sléttlendi norðanmegin, það er mjög
sunduretið með mörgum skringilegum dröngum. Seinna
fór eg um Kerlingarskarð í góðu veðri og mun eg
aptur tala um það þegar þangað er komið sögunni.
Á melunum fyrir neðan skarðið eru margir líparít-
molar, þeir eru komnir úr Drápulilíðarfjalli, sem er
á hægri liönd, en ekki sá það nú fyrir þokunni.
Þegar hiður eptir dregur liggur leiðin yfir eintóm
klapparholt úr blágrýti, skerast þar inn margir vog-
ar úr Breiðafirði, við Þórsnesið eru tveir hvermmóti
öðrum og skera það nærri sundur; kl. 6 komum við
illa til reika í Hólminn.
Landslag kringum Stykkishólm er ekki neitt
sérlega 'einkennilegt, þar eru cintómar basaltldappir
og holt og liamrar við sjóinn, útsjónin er aptur á
móti fögur bæði yflr eyjarnar á Breiðafirði og til
fjallanna á Snæfellsnesi. Súgandisey fyrir utan höfn-
ina er há og þverhnýpt og í klettunum stuðlaberg,
þó súlurnar séu mjög háar þá eru þær þó fremur
óreglulegar og mjóar. Verzlunin er að minnka þar
ár frá ári, því margir keppinautar draga liana það-
an t. d. verzianirnar í Borgarnesi og í Skarðsstöð.
I Hólminum dvaldi eg nokkra daga til þess að búa
mig undir ferðina um Snæfellsnes og til þess að fá
mér ötulan og kunnugan fyigdarmann um nesið.
Um kvöldið 12. ágúst fór eg úr kaupstaðnum og
hafði fengið mér til tylgdar nákunnugan mann Grím-
ólf hreppstjóra Olafsson í Máfahlíð, fórum við um
kvöldið út að Kóngsbakka; bærinn stendur á gömlu
dólerithrauni ísnúnu og er þar sama grjót eins og
kringum Reykjavík. Þetta dóleríthraun mvndar breiða
bungu upp undir Kerlingarskarð, en eldgigirnir, sem
það hefir komið úr, eru löngu horfnir. Næsta dag
skoðaði eg Berserkjahraun, riðum við fyrst upp mcð