Andvari - 01.01.1891, Page 59
67
því að austan til þess að skoða eldgíg'ina, sem það
hefir runnið úr. Iiæsti gígurinn er fast við Kerl-
ingarskarðsveginn, en upp á næsta gíginn gekk eg
til þess að fá yfirlit yfir hraunið, gígur þessi er 440
fet á hæð, hann er myndaður úr rauðu gjalli og
fallega skálmyndaður og er skálin á að gizka 100
faðmar að þvermáli, utan undir honum eru rnargar
aðrar skálar minni hálffyiltar af g'jalli. Tveir aðrir
gígir stórir eru norðar, svo alls eru aðalgígiruir 4 og
er stefna þeirra N 5° V; röðin stefnir frá Kerlingar-
skarði á skarðið fyrir sunnan Bjarnarhafnarfja]].
Berserkjahraun nær á tveim stöðum til sævar austan
við Bjarnarhafnarfjall og við Hraimsfjörð; bak við
gígaröðina rétt fyrir neðan Va-tnsheiði er bærinn
Selvellir og þar er vatn, sem hraunið nær út i; í
því er mikill silungur, segja menu liann á vorum
nýrunninn og halda að hann komi úr sjó gegnum
læki neðanjarðar í hrauninu. Frá gfgunum fórum
við niður með röndinni á hrauninu og vanalegan
veg' yfir það; þann veg er sag't að berserkirnir liatt
rutt, hraunið er ófært apalhraun og hvergi hægt að
fara nema götuna; lítil mannaverk er á henni að sjá
nema nokkrar gamlar hleðslur vestast; hraunröndin
er liá, 50—GO fet. Þegar kemur útundir Bjarnarhöfn
er basalt í jörðu og fremri hluti fjallsins er úr bas-
alti, en innri hlutinn úr móbergi. Margar eyjar eru
fyrir framan Bjarnarhöfn og í nesi frain af bænum
er Kumbaravogur, þar var fyrrum rekin allmikil
verzlun. U])])i á fjallsröndinni er einkennilega lag-
aður lítill linúkur sem heitir Hestahnúkur, hann er
úr móbergi og gengur gangur upp í gegnum liann;
af þessu cr auðséð að fyrrum hefir móbergið verið
ofan á basaltinu og náð fram á rönd; hnúkurinn eru
leifar af því móbergi; hann hefur lialdizt af því