Andvari - 01.01.1891, Side 60
68
gangurinn iiefir haldið móberginu saman. FráBjarn-
arhöfn héldum við inn meö Hraunfirði;' Berserkja-
hraun heflr bak við Bjarnarhafnarfjall fallið i mjó-
uid strauin vestur í Hraunfjörð og nærri yfír hann,
svo örstutt er yfír úr hraunsporðinum og kvað þar
mega ríða yfír um fjöru; fjörðurinn er allur mjög
grunnur og innri hluti hans varla fær bátum nema
um flóð. Líparítblettur hvítgulur er í endanum á
Bjarnarhafnarfjalli yfír bænum Seljum við krókinn
áHraunfírði. Berserkseyrarfjall takmarkarhér fjörð-
in að vestanverðu, það er úr basalti og því margir
gangar. Nálægt fjarðarbotninum að suðaustanverðu
undir Straumslilíð er allstór melhjalli með mýri að
ofan en lábörðu grjóti hið neðra. Undan hrauninu
korna viða fram uppsprettur við sjóinn. Við botninn
á Hraunfírði eru há og hrikaleg fjöll og þó fagurt
og búsældarlegt, þar eru grasgeirar langt upp eptir
og háir fossar í giljum, safnast lækirnir sarnan í á,
sem heitir Botnsá og hefir hún myndað allmiklar
eyrar út í fjörðinn. Tveir hæir eru við fjarðarbotn-
inn, Fjarðarhorn og Arnabotn, þar er gott undir bú
svo karl í Arnabotni, sem fyrr hafði verið á Hofs-
stöðum Arið Hofstaðavog sagði: »að vöðvinn rtyti í
Arnabotni er huppurinn sykki á Hofsstöðum«. Úr
Hraunfírði í Kolgrafarfjörð liggur vegurinn yfír
Tröllháls, þar er djúpt skarð í fjallgarðinn, hálsinn
er brattur niður í Kolgrafarfjörð; botninn á þeim
fírði er svipaður botni Hraunfjarðar en ckki eins svip-
mikill, annars er útsjón og landslag við Kolgraíár-
fjörð mjög fágurt. Líparít er lijer mjög víða i fjöll-
unum og sjást hvítar og rauðar skriður víða, eins
er þessi bergtegund alstaðar 1 lausri möl fram með
firðinum; móberg er þó aðalbergtegund í fjöllunum,
en basalt kemur sumstaðar fram hið neðra og sum-