Andvari - 01.01.1891, Blaðsíða 61
59
staðar eru úr því sérstakir klakkar eins og t. d.
Eiðsstapar niður við sjóinn, þar segir þjóðtrúin að
sé fullt af álfum. Ur Kolgrafarflrði í Grundarfjörð
er lágt eiði milli Lambafells og Setbergsklakks;
fram með báðum fjörðunum eru liáir malarkambar,
menjar hærra sjávarborðs á fyrri tímum, eiðið er
jafnhátt kömbunum svo þar hefir fyrrum verið suhd
yflr. A Grundarfirði er fögur útsjón bæði yfir sjó
og fjöll, í fjarðarmynninu er Melrakkaey, yzta ey á
Breiðafirði; hinu megin Breiðafjarðar sést Skorin og
fjallaröðin inn af henni; vestan við Grundarfjörð
blasa við hrikaleg basaltfjöll, þverhnýpt og einkenni-
lega löguð: Mýrarhyrna, Kirkjufell og Stöð; fjallasýn-
in inn af fjarðarbotninum er líka mjög svipmikil,
fjöllin há og margvíslega löguð, grösugt langt upp
eptir, og grænir geirar innanum þverlmýpta hamra,
skaflar í fjallabrúnum og háir fossar. Suður yfir
fjöllin yfir í Staðarsveit er örmjótt, en fjallið er hátt,
þar heitir Arnardalsskarð. Blágrýti er aðalefni
fjallanna liér í kring, þó er dálítið af líparíti í fjall-
inu Mön inn og upp af Grundarfjarðarbæ; basaltlög-
in í fjöllunum hér í kring liggja lárétt og liafa ekk-
ert raskazt. Á malarkampi rétt út af bænum Grund-
arfirði eru rústir af verzlunarhúsum þehn, sem hér
voru meðan hér var kaupstaður. Iiinn 15. ágúst
héldum við áfram ferðinni úteptir og var þurrt fyrri
hluta dags, að undanförnu hafði verið sífelld væta,
súld og hraglanda rigning alla daga; við riðum inn
fyrir botn íjarðarins, hann er breiður og þar er dá-
lítið undirlendi; leiðin liggur yfir eiði milli Mýrar-
hyrnu og Kirkjufells, bæði fellin eru snarbrött og
eintóm basaltlög í þeim hlaðin eins og veggir og
fleygast allavega hvert milli annars; eiðið er mjög
lágt (um 50 fet) og hefir þar áður sjálfsagt verið sjór