Andvari - 01.01.1891, Blaðsíða 63
01
mikið af liuUpngagTjóti, sumstaðar einstöku basaltlög
á milli og' stuðlaberg. Við vesturhornið á fjallinu
skaga margir gangar út í sjó eins og bryggjur og
brýtur á þeim langt út. Á Máfahlíð var eg nótt og
skoðaði þar ýmislegt i kring, það er merkilegt var
í jarðfræðislegu tilliti. Þar eru í hliðinni' upp af
bænum stórkostleg lög af hnullungagrjóti (conglo-
merat) og stuðlabergi, nokkru innar er líparit í
Rauðskriðugili, þar finnast stundum innanum ein-
kennilega lagaðar steinvölur grænar eða rauðar,
stundum tvær eða tieiri skeyttar saman, þetta kalla
menn hér blóðstemmusteina, voru þeir í uppáhaldi
lijá gamla fólkinu, var haldið á þeim i hendinni til
þess að hepta blóðnasir o. s. frv. Eggert Olafsson1
lýsir þesskonar steinum frá Álptavíkur-tindi eystra
og voru þeir þar kallaðir baggalutar eða hreðjastein-
ar. Hnullungalögin hér upp í fjallinu eru öll ein-
hverntíma mynduð í vatni þó nú liggi þau svo hátt
yfir sjó, þesskonar grjót sést hér í fjöllum úr þessu
út fyrir Enni, og eru stór lög af því annarstaðar á
landinu sjaldgæf. Hér mvndast inn i nesið milli
Búlandshöfða og Rifs allbreiður fiói og úr honum
skerast svo víkurnar við Máfahlíð, Fróðá og Olafs-
vík. Við Máfahlíð er breið botnlöguð vík og renn-
ur Holtá hér til sævar; sjórinn, sem hér cr víst
mjög brhnóttur, hefir myndað sandrif fyrir utan,
svo áin hefir stífiazt og myndað uppistöðutjarn-
ir eða ös og ganga eyrar frá ánni út í ósinn.
Móberg er í fjöllunum fyrir ofan, að minnsta kosti
hið efra, en að neðan ganga basalthæðir út undan
móberginu. Brúnirnar efst fyrir dalbotninum eru
sléttar með sköfium í röndunum, en þar fyrir ofan
1) Reise gj'emiem Island II. bls. 803.