Andvari - 01.01.1891, Síða 64
62
eru margir tindar og fell; á fjöllunum upp af Bú-
landshöfða eru slcörðóttir tindar, Höfðakúlur, Þríhyrn-
ingur, Kistufell, Kaldnasi, Helgrindur, Einbúi, fvrir
ofan víkina Svartbakshnúkur og Korri, en á hálsa-
tanganum, er gengur út vestan við vikina, eru Valla-
hnúkar. Helgrindur og fjöllin þar i kring eru hæst,
fram undir .‘!000 fet. Helgrindur eru einna iiæstar á
öllum fjallgarðinum, og eru þar stórir hjarnskaflar;
annars eru hér töluverðir skaflar á víð og dreif í
fjöllum úr því kemur upp fyrir 1000 feta hæð. Suð-
austan í dalnum gengur niður stórt gljúfragil, sem
sem heitir Glaumsgil. Frá Máfahlíð fór eg út í 01-
afsvík; riðum við fyrst grandann með sjónum; liann
er allur hvítur af líparítmolum úr Rauðskriðugili,
líparít þetta er stórgjört og líkist graniti. Basalt-
klappirnar, sem ganga út undan móbergsfjöllunum,
eru allar ísnúnar. Suður af þessum dal gengur Korra-
skarð niður að Búðum, en Fróðárheiði vestar upp frá
Fróðá, og er þar alfaravegur, enda liggur hún lægra;
Kambsskarð liggur aptúr frá Fróðá niður í Breiðu-
vík. Rétt fyrir utan Brimilsvelli eru ísnúnar dólerít-
klappir svipaðar dóleríthrauninu hjá Kóngsbakka, en
miklu minni. Fyrir innan Brimilsvelli byrjar Gamla-
vík; hún er svipuð víkinni lijá Máfahlíð, malarrif
fyrir framan og ós fyrir ofan, svo kemur undirlendi
og engjar fyrir neðan Fróðá, en efst í botnunum eru
smáfell og hryggir upp undir aðalfjöllin. Fyrir ut-
an Gömluvík gengur fram Bugsmúli; í honum er
sambreyskingur af móbergi, hnullungagrjóti, basalti
og dóleríti og sumstaðar bólar líka á líparíti. Frá
múlanum er skannnt í Olafsvík. Olafsvík er, eins
og kunnugt er, verzlunarstaður og sjóþorp; þar eru
ekki allfá timburhús og mörg kot; íbúar munu vera
nni 200. Undirlendi er hér því nær ekkert, dólerít-