Andvari - 01.01.1891, Page 65
háls með ýmsum hrygg'jum tekur straks við fyrir of-
an kauptúnið, en að vestan gengur Ennið fram í sjó.
Utsjónin er víð og fögur í góðu veöri, sjást þá öll
fjöllin fvrir vestan Breiðafjörð, Bjargtangar yzt, og
svo taka við óteljandi hlíðar og múlar allt inn undir
Gilsfjörð, þó eru fjöll þessi flest óglögg; þau blána
og hverfa í mistri vegna fjarlægðarinnar. I Olafsvík
er engin höfn, en skipin verða að liggja langt úti
fyrir opnu liafí. Þegar verzlunin í Rifi lagðist nið-
ur1 var Olafsvík löggiltur verzlunarstaður 1687.
Fyrst framan af var ekki nema eitt timburhús í 01-
afsvík, 1777 voru þar komin 3 hús og 1784 6 liús,
er öll heyrðu undir verzlunina2.
Sunnudaginn 17. ágúst reið eg út fyrir Enni að
Ingjaldshóli og til baka aptur. Undir Enninu er allt
af farið í fjöru, og verður að sæta sjávarföllum;
fyrir Enninu er seinfarið, því stórgert malargrjót er
í fjörunni víðast hvar og enginn vegur. Ennið er
þverlmýptur höfði í sjó fram, og er samsett af mó-
bergi og hnullungagrjóti. Vatnsrennsli að ofan og"
út úr berginu hefir sundurskorið hið lina berg, svo
þar eru ótal skörð og hrjóstur, snagar og hvrnur,
sem hanga fram yfir höfuð manna; stór björg inn-
an um móbergið eru rétt komin að falli, standa út
úr eða á veikum og sunduretnum grundvelli, svo
maðnr getur búizt við livenær sem vera skal að eitt-
hvað detti. í Enninu er þess vegna sífellt grjótflug,
einkum vor og haust í leysiugum og rigningum, og
hefir þar stundum orðið mannskaði; 14. janúar 1795
dauðrotaðist t. d. Christian Plum faktor á Olafsvík
1) M. Ketilsnon: Forordinuger og aabne Breye, III. bls. 232.
2) ./. S. Plum: Beiseiagttagelser i Ingialshools og Froder
Sogne. Kbliavn 1800, bls. 82—83.