Andvari - 01.01.1891, Síða 74
72
vestan aö Valavík eru móhellu- og móbergshamrar
eigi háir og kemur þetta berg útuudan hrauninu, að
vestanyerðu heflr Hellnahraunið runnið út í sjó, þar
hefir brotið framan af' því, svo þar eru há björg og
heitir Valasnös fremst. Hraunið klofnar liér að
framan allt í þunnar mjög stórar liellur, er standa
ýmislega, optast nærri lóðrétt, og er þar ágætt hellutak,
enda nota Hellnarar sér það. Gegnum bjargið er
hátt port eða hvelfing sem heitir Baðstofa, ljósið
fellur til hliðar og að ofan inn í þessa hvelfingu og
verða því tilbreytingarnar á sjónum þar inni mjög
fagrar, bláar og grænar. Austan í Valasnös er fullt
af ritu, svo bjargið kveður við af garginu, sumar eru
á flugi, sumar hnipra sig saman á smástöllunum og
snösunum, brimlöðrið sjjýfist inn í hellra og skorur
hið neðra og inn í Baðstofu-hvelfingarnar, sem eru
töluvert margbrotnar að bvggingu. Rétt fyrir framan
innganginn til Baðstofunnar er inn undir hraunið
allmikill hellir, og er hann hafður fyrir fjárhús, því
hér gengur fé ailt af í fjöru á vetrum, og sagðist
gamall bóndi á Hellnum aldrei muna að þar hefði
þurft að gefa sauðum; sagt er að Laugabrekka hafi
áður átt 80 sauða göngu í Valavik hjá Heilnum,
hvort satt er veit eg ekki. Fyrir framan hellirinn
og víðar við fjöruna við fjárhús sem þar eru, eru
kartöflugarðar töluverðir vel sprottnir, er borinn
sandur í húsin og hellirinn og honum mokað með
taðinu út í garðana. Fyrir 30 árum voru hér engir
kálgarðar, en Olafur bóndi í Skjaldatröð fékksérþá
eina skeppu af dönskum útsæðiskartöplum og eru
allar kartöflur hér af þeim komnar. Á Hellnum eru
stór tún og í fremur góðri rækt, en engar eru
þar slægjur aðrar en föluverð beit er í hraununum,
menn hafa hér 1 og 2 kýr á hverjum bæ, en mjög