Andvari - 01.01.1891, Page 75
73
fáar kindiii’ þó fjörubeitin sé svo góð. Hellnaplássi
hefir farið nijög' aptur á seinni árum siðan fiskiríið
hætti, nú fiska menn hér varla annað en trosfiski
og- hákarl, margar búðir og grasbýli eru komin í
eyði; mér var sagt að fyrir 50 árum hefðu goldizt
bér 30 Ijóstollar, en nú ekki nema 11. Hér eru
2 vikurlög í jörðu sem sjást þegar mór er tekinn,
enda sést töluvert af vikri alstaðar kringum jökul-
inn.
Hinn 19. ágúst um morguninn var gott veður
og útsjón liin bezta til jökulins og inn fjallgarðinn.
Ekki erjökullinn liér eins fallegur að sjá eins ogað
sunnan frá Reykjavík eða af sjó, en tignarlegur er
hann þó; jökullinn nýtur sín ekki af því maður er
kominn hér innundir hann, og verður neðri partur-
inn tiltölulega stærstur svo jökullinn sýnist kryppu-
vaxinn að neðan. Héðan sjást 2 jökulþúfurnar
upp úr og stendur klettur upp úr þeirri eystri. Aust-
ar í miðjum jöklinum eru fell beint upp af Jökul-
liáisi snjólaus, sem heita Þríhyrningar, við þau er
miðað at' Búðamiðum. Jökullinn er héðan að sjá
töluvert ójafn og sprunginn og smá-uggar af snjó
niður úr röndinni; að vestan er töluvert hærra upp
að snjó en að austan, þvíþargengur allmikill skrið-
jökulstangi niður á jökulháls, undan þeim skrið-
jökli koma Sandalækur og Staþagil. Jökulhálsinn
er slakkinn bak við jökulinn upp af Stapafelli og eru
þar eintóm hraun fvrir neðan jökulinn og hafa það-
an runnið hrannkvíslirnar niður með Stapafelli; það
er einkennilega lagað fell með stöndum og dröngum,
klöppum og klifum og strýta cfst héðan að sjá. All-
ur jökullinn fyrir neðan snjó er ekkert annað en
hraun, fjallið er hulið samhangandi steypu, eins og
Hekla; nærri uppi við snjólínu er stóreflis, rauður