Andvari - 01.01.1891, Blaðsíða 79
við sjóinn eru svartir hamrar með skvompum og
Vikum upp í og liggja þar hrannir af stórköstlegum
hnullungum brimbörðum. Þess konar berg eru alla
leiö út í Einarslón; það er lítið fiskiþorp yzt á berg-
inu; þar hefir verið mjög stórt tún, þar liafa verið
túngarðar miklir og traðir, en allt er það uú fallið.
Túnin eru mestöll orðin að móum, því aldrei er borið
á ; þau voru öll gul, nema græn mön í kring umbæ-
ina, Þar stóð einn maður i túni og var að slá þeg-
ar eg rcið þar um og var að lijakka niilii þúfnanna
hér og bvar og valdi skástu blettina, á sama hátt
eins og menn gera í óræktar-fjallamýruni, þar sem
lítið er um slægjur. í veiðistöðunum sunnan- og
vestanundir jöklinum hefir sjósókn allt af verið mjög
öiðug og harðsótt vegna brima; nú koma þar engir
sjóróðramenn lengur og íbúarnir eru svo liðfáir, að
þeir gætu lítið aflað, þó afli væri nógur. Þeir skreið-
ast út þegar bezt gefur á smáfleytum, tveggja og
fjögra-manna-förum og flska lítið; einna helzt fisk-
ast á Öndverðarnesi á vorin og gauga þar nú 4 bát-
ar með 4 eða .5 á, A yztu verstöðvunum fiskast liér
nú aldrei á vetrum, íbúarnir margir hverjir fá sér
á haustinu liross til éláturs fyrir kindur, því þeim
þykir betra frálag í hrossunum og sækja slang og
fiskrusl inn á Sand o. s. frv. Skammt fyrir utan
Lón er Dritvík; þar er engin byggð, en þar var áð-
Ur fjarska mikið útræði fram á miðja þessa öld,
snemma á öldinni reru þar 80 skip, en nú ekkert;
sóttu vermenn þangað að úr fjarlægustu héruðum.
I jarðabók Árna Magnússonar segir, að 1707 haíi
verið 12 búðir í Dritvík, og enn fremur »inntökuskip
ganga seinni vertíð á vor frá Góu til Hallvarðarmessu,
stundum lengur, stundum skemur, og er þeirra tala
óviss, :-ÍO, 40, 50 til 60. Liggur fólk af þeim við tjöld