Andvari - 01.01.1891, Síða 80
78
og undir seglum, en nýtur að eins vatns og tilkeyptr-
ar þjónustu og soðningar hjá búðarfólki; tekur lieima-
bóndi til undirgiptar fyrir hvért skip áskildar 10 álnir
og ekki framar. Lending er þar í skárra lagi og
opt bezta vertíð, þá annarsstaðar ganga stórviðri af
norðanátt«. Allir búðarmenn og róðrarmenn í Drit-
vík áttu eptir biskupsbréti 27. sept. 1505 árlega að
gefa kirkjunni í Lóni einn fisk1. Fyrrum kornu menn
langt að skreiðarferðir út á Snæfellsnes, nú er varla
hægt að fá harðfisk á nokkra hesta þó gull séíboði;
það litla sem fiskast er saltað og látið í kaupstaðinn.
Við Dritvík er Tröllakirkja, klettahellir hár við sjó-
inn, líkt og Baðstofa hjá Hellnum. Vermenn í Drit-
vík höfðu fyrriun ýmsar aflraunir sér til skemmtun-
ar; þar eru þrír hnöttóttir blágrýtisstéinar brimbarðir,
sem þeir reyndu sig á að taka upp og setja upp á
palleðaþrep; steinarnir hétu Amlóði, Hálfsterkur og
Fullsterkur; Iíálfsterk gátu einstöku sterkir menn tekið
upp, en Fullsterk fáir eða engir. Milli Dritvíkur og
Beruvíkur er gígahrúga niður við sjóinn; þar heita
Iiólahólar, en upp af þeim eru í jöklinum rétt upp
við snjó tvær stórar gígskálar, og hefir runnið liraun
úr þeim. Alla leið frá Dögurðará og að Hólahólum
er hvergi vatnsspræna, allt vatn sígur í hraunin, en
það er auðséð, að á vorin í leysingum er töluvert
vatnsrennsli úr jöklinum við gígskálina efri niður
undir Hólahóla norðanverða; núið grjót myndar þar
sléttar flatir á hrauninu og heitir þar Hólamóða.
Út undir Beruvík fórum við yfir tvo litla læki, Móðu-
læki. Jökullinn liggur hér að framan híerra uppi
en annarsstaðar; er hann óreglulegur og í honum
miklar sprungur og uppstandandi auður klettagarð-
1) Lovsamling for Island I, bls. 91.