Andvari - 01.01.1891, Page 81
79
ur nærri upp að Þúfum; viðlausir snjólcaflar eru
margir fyrir neðan röndina. Hraunin fyrir ofan
Beruvikina eru töluvert uppgróin, enda voru þar all-
margar kindur á beit; niður undir sjó eruþar nokkr-
ar tjarnir. Milli Hólahóla og Beruvíkur fára að ganga
fjöll út úr jöklinum, smáhálsar og fell til norðvest-
urs; þar er á einum stað hvítur blettur af líparít, en
annars eru fjöllin öll úr móbergi. Upp af Saxhóli
er daldæld með dóleríthrauni upp undir jökulinn, og
nórður af henni gengur hár fjallarani út frá jöklin-
um; þar er Bárðarkista og Hreggnasi. Fyrir neðan
þenna rana er þyrping, af gígum, sem heita Rauð-
hólar; gígahrúga er niður undir Ondverðarnesi, og
lieita þar Neshólar; vatn er í einum gígnurn, og heitir
hann Vatnshóll. Hóll nálægt sjó nálægt Gufuskál-
um sýnist lika vera gígur; hann heitir Lynglióll.
Niður undir Gufuskála sjást allmikil vatnsmerki á
hraununum, og þar rennur niður lækur með jökul-
vatni; þó kvað opt veraíhonum bergvatn, enþenna
dag var mjög heitt, svo jökull hefir bráðnað; hér er
kölluð Gufuskálamóða, og eru margar sagnir um
hana; þar á fyrrum að hafa verið stórt fljót eða móða,
sem skip gátu siglt upp eptir upp að liinum svo köll-
uðu írsku búðum. Það þarf þó ekki annað, en líta á
landslagið til þess að sjá, að þetta eru bábyljur ein-
ar. Öndverðarnes er allt þakið svörtum gróðurfaus-
um hraunum og mjög ljótt að líta þar yfir. Fram
mcð sjónum eru há hraunbjörg; þar eru hin illa
ræmdu Svörtulopt. Hraun þessi hafa runnið frá Nes-
hólum; þar eru 7 eða 8 gígir og hallar hrauninu út
frá þeim. A Öndverðarnesi kvað vera merkilegur
brunnur, sem fornmannaverk er á, eptir því sem
sagt er; liann nær inn undir stóran hól rétt við sjó-
inn; menn ganga niður í liann eptir mörgum vel