Andvari - 01.01.1891, Page 86
84
nota hann til þess aö mæla hæð fjallsins; af þvi
timburmaðurinn ekki þorði upp urðu þeir aptur að
fara niður til þess að sækja mælirinn, gekk það
skrykkjótt, svo þeir hvað eptir annað voru rétt dottnir
í sprungur, samt tókst það, þeir komust upp með
mælirinn og' mældu. U]jp á þúfurnar fóru þeir ekki;
kl. 1 og 40‘ héldu þeir niður aptur og komu niður
að Stapa kl. (d/2 e. m. Meðan þeir .Tohn Stanley
voru að ganga upp á jöhulinn var einn af Englend-
unum, Mr. Baine, eptir á Stapa til þess nákvæmlega
að mæla hæð Jökulsins með þríhyrníngamælingu.
Mælingarnar tóiviist ágætlega, eptir hornmælingunni
var jökullinn 4567 feta hár, eptir loptþyngdarmæl-
ingunni 4534 fet; sýnir hinn iitli mismunur, sem var
á þessum tveim mælingum, hve nákvæmlega þær
hafa verið gerðar. Nokkru fyrir aldamótin yrkir,
J. 8. Plum kvæði um jökulinn fremur ómerkilegt og
prentar það í bók sinni1; segir hann, að það sé ort
um ferð upp á jökulinn, en hvort hann sjálfur hefir
farið þá ferð eða aðrir; sést ekki.J
Árið 1810, 3. júlí, gengu 2 Englendingar Bright og
Holland upp á Snæfellsjökul. Þeir fóru frá Ólafsvík
um morgun 3. júlí og voru með þeim 3 íslendingar,
eptir 2 stunda g'öngu voru þeir komnir upp að
snælínu, þoka nokkur var víða á fjöllum en engin
á jöklinum, fyrst framan af var snjórinn gljúpur og
bretta lítil, en smátt og smátt fór snærinn að harðna
og brettan að verða meiri, þá urðu og fyrir þeim
margar jökulsprungur og tafði það mjög fyrir þeim;
kl. 3 komu þeir að stórri gjá, sem var 3 álna breið
og 20 álna djúp; efri barmurinn var liærri og snjó-
hengjur utan í neðri barminum, sem þeir stóðu á;
þeir leituðu fyrir sér og fundu loks snjóbrú, hjuggu
1) J. S. Plum: lieiseiagttagelser bls. 18—22.