Andvari - 01.01.1891, Page 89
það sé fært í lctur, svo ekki liefir verið gengið jafn
opr á neinn íslenzkan jökul.
Hinn 21. ágúst fór eg frá Hellnum inn að Búð-
um, sendi eg fyrst hestanainn á Stapa, en fór sjálf-
nr snögga ferð upp í Sönghellir. Fór eg fyrst upp
með Hellnahrauni og svo yfir það upp að Stapafelli,
hraunið er úíið mjög og verður að fara marga króka
til þess að komast áfram, síðan lá leiðin upp eptir
um brattar brekkur, innan nm móbergshnúða og
hraunspýjur. Ofanvcrt við innri enda fellsins eru
vestanvert við dálitla dalskoru í lagskiptri móbergs-
hlíð margir skútar og hellrar og er Sönghellir einn
þeirra. Opið er lágt og mjótt, svo ekki er hægt að
komast inn nema hálfboginn, en þar fyrir innan
tekur við há hvelfing, 4 mannhæðir eða meir, þó er
hellirinn ekki nema nokkrir faðmar að þvermáli, þar
tekur mikið undir í gólfi og veggjum þegar sungið
er, á veggjunum eru mörg mannanöfn og annað
krot. Hellir þessi liggur 816 fet yfir sævarmáli,
hann er miklu stærri og fallegri en Sönghellirinn
lijá Hítardal. Stapafell er örmjótt að ofan með stríp-
um og strókum af móbergi. Vestan við Stap'afellið
rennur niður Stapalækur með jökullit og gegnum
Stapaplássið til sjávar, en austan við það Sandlæk-
ur niður Stapahraun og út af Sölvahamri, sem fyrr
er getið; koma þeir undau skriðjökli á Jökulhálsi;
dálítill skriðjökuls-snepill gengur líka niður undir
Kvíahnúk. Hraunið hefir klofnað um Stapafell, það
er viða uppgróið þó það sé úfið; hlíðin milli þess og
Hnausáhrauns er öll úr móbergi. Ströndin við Stapa
er ekkert annað en rönd á gömlu lirauni, sem er
undir hinu nýrra Stapahrauni; sjórinn helir brolið
framan af, svo þar eru allstaðar ln—20 faðma há
þjörg; liefir hafrótið hér miklu áorkað, svo varla eru