Andvari - 01.01.1891, Síða 90
88
slíks dæmi annarstaðar á íslandi. Bergin eru brot-
in sundur og blágrýtið hefir tekið á sig alls konar
myndir, þar eru óteljandi klettasnasir, hamrahöfðar,
hvilftir, vogar og gjár, sem brimið spýtist upp um,
þar eru í sjónum ótal drangar og nýpur, nybbur,
stríparog standar, allstaðar er liið fegursta stuðlaberg;
klettalögunin, súlnaraðirnar, fuglagargið við björg-
in, brimsogið og öldugangurinn gera landslagið bæði
hrikalegt og fagurt. Vestast við túnrandirnar á
Stapa er stórkostlegast að sjá, þar er fyrst mjór og
langur vogur með þverhnýptum hömrum á báða
vegu og stórgrýttri möl í botni; vogur þessi heitir
»Pumpa«, því sjórinn sogast þar út og inn meðmikl-
um þyt. Skammt þar fráeruhinar svö kölluðu gjár,
Eystrigjá, Miðgjá og Músargjá; það cru geysimiklir
hellrar framan í bergið með súlnaröðum í kring, al-
veg cins og við liinn nafnfræga Fingalshellir áStaffá.
Framan í liamrana liefir sjórinn gert port eða hellra
eflaust 10 faðma háa og standa gevsimiklar súlur í
röðum beggja vegna, brimið sem skollið hefir inn í
hellrana liefir gert þá stærri og stærri og loks liefir
sævarkrapturinn getað mölvað gat á loptið, þarspýt-
ist sjórinn upþ í hafróti eins og stólpar, ber með sér
sand, möl og þáng og kastar • því hátt upp i loptið.
A bát má í góðu veðri róa inn í þessa hellra, því í
þeim er töluvert dýpi. Stórkostlegt er að horfa nið-
ur í gegnum götin niður í þessar hamrastúkur; nú
var logn óg maður sá niðri í djúpinu grænar öldurn-
ar hreyfðar af lítilli ylgju, gutlandi við stuðlaræturn-
ar, stuðlarnir teygja sig upp eins og súlur i gotneskri
kirkju, en rúmið hið efra undir hvelfingunni er fullt
af fljúgandi, sigargandi skeglum, sumar sitja kyrrar
á súlnahöfðunum, aðrar fljúga fram og aptur út og
inn, tylla sér snöggvast niður og hendast svo aptur