Andvari - 01.01.1891, Síða 91
80
út um portið út á sjó til þess að sækja fæðu. Mús-
argjá, sem er vestast, er þrengst og minnst, en þó
falleg, hyldýpið sýnist þar enn þá meira sökum
þrengslanna. I björgunum hjá Stapa er nærri ein-
göngu skegla, í Sölvahamri er svolítið af fýlunga.
Túnin á Stapa eru mjög stór' en eru mjög skennnd
af maðki (ánamaðki); allt túnið er eintómar moldar-
hrúgur eptir maðkana, liver við aðra, svo varla er
hægt að slá. Maðkur er líka töluverður í túnum á
Hellnum og víðar hér um »plássin«. Sökum fiski-
leysis og ýmsra annara orsaka er hér nnkil fátækt
og húsakynni manna mjög auðvirðileg. Eins og
kunnugt er heitir Arnarstapaumboð eptir þessu tiski-
þorpi, því þar bjó umboðshaldarinn lengi framan af,
jarðirnar lieyrðu áður undir Helgafells klaustur. kV
Stapa var kaupstaður þangað til um seinustu alda-
mót, síðan var þar amtmannssetur, en nú sjást þess
éngin merkiað þar hafl höfðingjar búið. Hálfkirkja
var um tíma á 17. öldá Stapa, en lagðist niður um
aldamótin 1700. Til samanburðar set eg hér dálítið
úl' jarðabók Árna Magnússonar (1707). Þar bjó þá
umboðshaldarinn; hann hafði 8 kýr, 1 kálf, 50 ær,
25 sauði, 30 lömb og 11 hesta, meðal hlunninda er
talin »sölvafjara nokkur og fjörugrös, item æti-þöiigl-
ar, kjarnar og kellingar-eyru«. »Átroðningur er skað-
legur af fólki því, er kaupstefnu sækir liingað til
Stapa, og liggja búðirnar mitt í túninu til óbóta-
meins ábúendum, hvað danskir í öngvu bæta, en
hagar uppetast, tún treðst en fólk mætir óbærilegu
ónæði, er þvi kvikfé gagnlitið um sumar, en nær því
bjargþrota að vetri sökum lieyleysis«. Um fiskiveiðarn-
ar er farið þessum orðum : »verstaða sæmileg og ganga
8kip heimamanna og umboðshaldarans eptir því, sem
þeim semur. Ganga og stundum inntökuskip um