Andvari - 01.01.1891, Qupperneq 92
90
vorvertíð, áttæringar fyrir lö álna uudirgipt eða
minna eptir samkomulagi, leggu'r þó heimabóndinn
ekkert til þessara inntökuskipa, lieldur kaupa þeir
bæði húsrúm, soðning og þjónust-u. Skipeigendur
leggja sjálfir allt til útgjörðar skipanna, nema íæri;
þau leggur háseti sér til. Ef að segl og stjórafæri
fylgir skipum, tekur sá er það til ieggur bezta fisk
af róðri fyrir livort um sig þá brúkað verður, ekki
fær hann ella; heita þetta segifiskur og stjórafiskur.
Skiphlutur er einn, skipleiga 10 fiskar af hundraði,
nema skipeigandi vilji betur gera. Þorskliöfuð og
rask allt nema sundmaga taka þjónustur ókeypis, og
taka þó fullt þjónustukaup öngvu að síður 10 álnir
frá góu til fardaga og svo meira eða minna sem
hver kemur kaupi sínu. Beitu hafa menn af fiski-
föngurn eða fugli, sem sleginn verður, og kemur þar
ekki kaup til«. I þann tíma voru 28 hjáleigur eða
búðir byggðar á Stapa, sumar með grasnyt, sumar
ekki; á búðarmönnum lágu þó ýinsar kvaðir: »búð-
armaðurinn og þeir menn, er honum fylgja, fleyti
skipum heimabóndans ár um kring nema búðarmaður
eða verkamenn hans fari til kaupasláttar eða varn-
ingssölu i sveitir, þá er sá tími frí fyrir þá er gjöra«.
Þetta er vanalega viðkvæðið.
Frá Stapa fór eg sömu leið og fyrr inn eptir,
um Sölvahamar og Hnausahraun inn í Breiðuvík,
síðan skoðaði eg líparítmyndanir í Knararhlíð og fór
svo niður engjarnar þar fyrir neðan niður í Búðar-
hraun. Hraun þetta er helluhraun, og eru þar víða
dottnar niður kringlóttar spildur og eru þar stórir
katlar í hrauninu og í þeim víða rnikill gróður, þar
eru ýmsar sjaldgæfar burkuategundir, blóðdrekkur
(Sangvisorba ofíicinalis) o. m. fl. Hraunið er allt
runnið úr einurn stórum gíg, sem er í miðju hraun-