Andvari - 01.01.1891, Page 97
Landsmenn fengu' seinna sárt að kenna á þessari
misskildu miskunsemi sinni. 16(34 er talað um flakk
Snæfellinga: »fjallbúendur í Hráunhrepp beiddust dðms
á alþingi, um.þá til útörmunar horfandi og nærsta
ólíðanlega uinferð liúsgangsmanna, helzt vestan úr
Breiðuvíkur og Neshreppum komenda, margt hvað
hraust og vinnufært, svo sem búðarkonur, er fari
um sveitir með börnum sínum, sumum drokunar-
færum, kannske af ráði og vilja sinna bænda, er
sína kaupa- eða sumarvimm selja þó í dýrasta máta
í sveitunum fyrir beztu peninga, hafa til leigu vestra
12 mánaða búðir, fá rnikla hluti, livar með þeir kunna
að forsorga sig og sína; hafa allopt á haustin meiri
byrgðir en margir búendur, venjast brjálsemi, leti og
sjálfræði meir cn skattbændur í sveit; gjalda litla
tolla yflrvaldi, andlegu og veraldlegu, og hjálpa fá-
urn eða engvum nauðþurftugum í þessu landi« K
Nokkrum árum seinna (1(369) lcvörtuðu Kjósarbúar
undan umgangi flskimanna frá hinum syðri sjópláss-
um við Faxafjörð1 2 *. Árið 1692 var borin frarn á al-
þingi bón Skaptfellinga, að þeir æsktu sökum harð-
inda, er þá höfðu lengi gengið, að fjölskylda þeirra
mætti flakka um allt land sér til bjargræðis, en því
var neitað fyrir þá sök, að hin sama umkvörtun
heyrðist livaðanæfa, svo hvert hérað hafði ærnan
þunga sjálft að bera8. Stjórnin var við og við að
reyna að koiua í veg fyrir flakkið, en árangurinn varð
lítill. Um veturinn 1588 gaf Friðrik konungur ann-
ar út bréf um húsgangsmenn. Á alþingi um sumarið
1591 gerði HenrikKrag höfuðsmaður skipun um heil-
brigða húsgangsmenn og letingja, og liét þeim hegn-
1) Espólíns árbœkur YII, bls. 39.
2) Espólíns árbœkur VII, bls. 57—58.
8) Espólíns árbækur VIII, bls. 37.