Andvari - 01.01.1891, Blaðsíða 101
99
an við aðalhraunfossimi hafa tvær seigar liraunklepr-
ur runnið niður hamrana og komizt niður í miðja
hlíð. Fyrir neðan fjallið hefir hraunið breiðzt út um
mýrlendið, en er þó ekki stórt, undan röndinni kem-
ur víða fram töluvert af vatni. Frá hraujiinu urð-
um við aptur að fara niður undir sjó vegna mýr-
anna og svo upp eptir aptur upp að Lýsuhóli, sem
liggur undir fjallinu við Lýsuskarð; allstaðar er hér
kafgresi og mjög búsældarlegt, en samt er Lýsuhóll
í eyði, eins og svo margar ágætar jarðir í Staðar-
sveit. Hjá Lýsuhól er dálítil laug, yfir hana liefir
áður verið byggt hús, í lauginni er baðker úr tré
og bekkir í húsinu með veggjunum, nú er húsið allt
skemmt og brotið og þarf ekki nema einn vænan
byl til þess að það tvístrist gjörsamlega. Hitinn í
lauginni er .‘54þa0. Hér hafa einhverntíma í fyrnd-
inni verið stórkostlegir hverir, því hverahrúðurs-
myndanir eru hér miklar (um 150 faðmar á lengd),
hafa hrúðurbungurnar myndazt við márga sérstaka
hveri, nú er þar lítill jarðhiti eptir, í einni holu með
slíi fann eg þó 20° hita. Hyrnan fyrir ofan Lýsuhól
er öll gegnumofin af mjóum líparítgöngum. Frá
Lýsuhól héldum við aptur ofan eptir og svo eptir
gömlum malarkambi ákaflega löngum (Olduhrygg);
í malarkambi þessum er allstaðar möl og brimsorflð
grjót, eru mýrar fyrir ofan hann og margar tjarnir
og stöðuvötn, heflr þar eitt sinn verið lón og rif
fyrir framan; þessi hryggur nær, því nær óslitinn,
eptir allri Staðarsveit og austur undir Haf'ursfell. Hjá
Kirkjuhóli eru tvö há holt þvert á hryggstefmma, í
þeim eru dólerítklappir ísnúnar. Um skarð nokkru
fyrir austan Lýsuhól hefir dálítið hraun runnið niður
hlíðina og niður undir Hraunsmúla, enginn sýnilegur
g'ígur er á röndinni, hraunið eins og slitið eðahorfið
7*