Andvari - 01.01.1891, Side 104
102
fjöllunum beggja megin er sunduretið ,af álirifum
lopts og lagar og eru þar ótal, óreglulegir standar
og snagar. Þegar kemur svo lítið niður í skarðið,
sést Kerlingin, það er móbergsstandur upp í fjallinu
hægra megin, nauðalík kerlingu á gangi, hún er dá-
lítið álút og í skinnstakk; hun á að hafa verið nátt-
tröll og dagað þarna uppi1. Ein sagan segir, að
hún hafi á næturtíma verið á ferð eptir fjallgarðin-
um, teymdi hún hest og reiddi á honum skyrtunnur,
hesturinn fór að letjast þegar kerling kom á Rauða-
melsheiði og gafst upp vestan við Flatir og var þá
orðið áliðið, kerling ætlaði sjálf að reyna að bera
skyrtunnurnar, en sá að sér mundi ekki endast nótt-
in til þess að bera þær og sleppti þeim brátt, en
hljóp svo vestur fjallgarð allt hvað af tók, en þegar
hún kom á Kerlingarskarð ljómaði dagur i austri og
hún varð að steini. Upp af Rauðamel, vestan við
Flatir, eru fjöllin Hestur og Skyrtunnur. Þegar kem-
ur úr Kerlingarskarði liggur vegurinn framhjá syðsta
Berserkjahraunsgígnum og hefir dálítið runnið úr
honum að veginum, þegar lengra dregur niður eptir
er dólerit of'an á, en síðan kenmr fram basalt í
bökkunum á Bakkaá og eru annesin öll og eyjarnar
hér fyrir framan úr þeirri bergtegund. Um kvöldið
komum við í Hólminn.
Næsta dag fór eg út í Hrappsey, eyjarnar og
skerin á leiðinni sýnast allar vera úr basalti, nema
í Hvítabjarnarey sýnist vera töluvert af móbergi.
Hrappsey er miklu hálendari en aðrar eyjar í kring,
á henni eru margar hæðir og hólar og mýrasund á
milli, á austurhlið eyjarinnar eru borgirnar fiestar
1) Bezta og skemmtilegasta lýsingin á Kei'lingarskarðs-
veginum er sDálítil feröasaga« eptir Jón Thoroddsen í' Norð-
urfara 1. árg. 1848, bls. 21—2(1.