Andvari - 01.01.1891, Blaðsíða 106
104
neglug'atið hafi um morguninn freðið verið og mun
hafa þiðnað um daginn, ætla menn að Magnús hafi
viljað hjálpa farangrinum, en dottið útbyrðis í bjástri
því, var og nokkuð ölvaður og fannst drukknaður
hjá bátnum þá menn Benedicts kornu aptur«. Magn-
ús Arason var að mörgu merkur maður, hann var
hinn fyrsti er gjörði reglulegar landmælingar á Is-
landi; er hann dó var sendur til landsins danskur
maður Knopf að nafni, hann mældi nokkuð af strönd-
um landsins og gjörði fyrstur uppdrátt Islands 17b4.
Basaltlögunum í Hrappsey hallar öllum til norð-
vesturs, borgirnar eru ísnúngr, en rákirnar eru all-
staðar afmáðar af áhrifum loptsins.
Hinn 28. ágúst fór eg aptur úr Stykkishólmi til
þess að skoða Dalasýslu. Skoðaði eg fyrst Drápu-
hlíðarfjall; framan í því ofanverðu er skálmyndaður
dalur eða kvos, þar eru kallaðir Beinadalir; niður
úr þessari kvosliggur stór bunguvaxinn grjótstraum-
ur niður á láglendi. Aðalefni Drápuhlíðarfjalls cr
líparít. Upp af bænum Drápuhlíð milli tveggja gilja
er hár Ilparítmelur; þar Iieíir grjótið einhverntíma
til forna orðið fyrir miklum ummyndunum af súrum
liveragufum og sjást þar enn nokkur merki gamalla
brennisteinshvera. Grjótið klofnar víða í léttar,
þunnar flögur; í giljunum er mislitur leir, þar sem
leirinn er blágrænn eða dökkur eru í honum marg-
ar gyltar agnir af brennisteinskísi, eintómir smáir,
fallegir teningar. Ófróð alþýða heflr hér eins og
víða annarstaðar á landinu, haldið að brennisteins-
kísið væri gull og tala niehn því opt með sérstakri
lotningu um Drápuhlíðarfjall:, hafa ýmsar dylgjusög-
ur spunnizt út úr þessu. Frá Drápuhlíð riðum við
austur með, fram hjá tjörn nokkurri, og upp á lít-
inn basaltháls, sem gengur út undan Drápuhlíðgr-