Andvari - 01.01.1891, Side 112
110
graslítið en slægjur eru þar miklar uppi á dal fyr-
ir ofan hamrahlíðina fyrir ofan bæinn og svo
heyrir Lambey þar undir, hún liggur langt und-
an úti í Iniðjum Hvammsflrði. Á Staðarfelli hefir
lengi verið höfðingjasetur; jörðin er enn ágætlega
setin og er þar mikil bygging; í kirkjunni eru
ýmsir forngripir og í kirkjugarðinum steinar yf-
ir marga merkismenn einkum af Bogaættinni. Frá
Staðarfelli fór eg út fyrir Klofning og svo inn að
Skarði. I jarðmyndunum er hér um slóðir lítil marg-
breytni, alstaðar blágrýti, þó er fremur einkennilegt
grjót gráleitt í hlíðinni rétt fyrir utan Harastaði, það
er mjúkt, svo hægt er að höggva það og hefir verið
brúkað í legsteina, úr því grjóti er t. d. elzti steinn-
inn í Staðarfellskirkjugárði yfir Hrómund nokkurn
Bjarnason (f 1690). Skriðuhætt er hér víða, vatn
rennur fram milli blágrýtislaganna og etur undan
þeiin, þannig er stór sprunga í hömrum fyrir ofan
Ytra-Fell og er bænum liætta búin. Ytra-Fell á
stóran laglegan skóg á sléttlendinu fyrir utan, þegar
múlanum sleppir. Riðum við út með Klofningsfjall-
inu, þar er hæjaröð fyrir neðan og undirlendi eigi
ósnoturt, fyrir landi er eyjabálkurinn mikli, sem lokar
Hvaimnsfirði að framan, en út af Klofningnum gengur
allmikið nes, sem Dagverðarnes stendur á, og eru
þar eintómar hamraborgir og mýrasund og landslag
alveg hið sama eins og á eyjunum fyrir framan.
Basaltlögunum í klettaborgunum bæði á landi og
eyjum hallar hér allstaðar til suðurs eða þó fremur
til suðvesturs. Rétt fyrir innan Kvennhól er dálítill
hparítblettur efst í fjallsbrúninni. Fyrir ofan bæinn
Hnúk er sprunga mikil skáhöll í fjallinu og hafa
jarðlögin þar gengið á misvíxl. Framan í Klofn-
ingnum eru regluleg basaltlög, flest þunn og hallast