Andvari - 01.01.1891, Page 113
111
þau svolitla ögn til vesturs; svo fórum við inn með
Melahlíð, þar er óslitin hamrahlíð með þverhnýptum
hömrum að ofan og lielzt hún alla leið inn undir
Skarð, þar er skriðuhætt mjög og hefir allstaðar
fallið stórgrýti niður, þó eru víða langar grænar
gróðrartorfur uppi undir hömrunum. Fyrir utan
Skarð gengur fram múli lægri en aðalfjöllin eins ogv
hyrna, 'dalir beggja megin og hvilft fyrir ofan, áin
sem rennur niður til sævar fyrir vestan Skarð ber
með sér dálitla líparítmola, enda hvað líparít vera
í fjalli uppi á dalnum. Á Skarði bjó eins og kunn-
ugt er Björn Þorleifsson hirðstjóri og kona hans Olöf.
Fögur, gömul aitaristafla er í kirkjunni á Skarði og
er sagt að Olöf ríka hafi gefið hana, sú þjóðsaga er
til um töfiuna að hún hafi tvisvar verið send út til
að deyfa hana, það er að segja ljómann, sem af
lienni stóð, birtan átti að hafa verið svo mikil sem
af lienni lagði, að menn þoldu ekki að horfa á hana;
margar sagnir eru til um Olöfu og meðferð hennar
á Engleiidingunum, sem hún hafði í haldi. 2. sept-
ember liélt eg áfram ferðinni inn í Saurbæ, á leið-
inni eru allstaðar lárétt blágrýtislög í fjöllum, en
við sjóinn allvíða liáir leirbakkar. Surtarbrandur er
hér allstaðar í fjörumáli alla leið frá Slcarði og inn
að Fagradal. Surtarbrandurinn kernur að eins fram
um fjöru og verður að grafa eptir honum, hafa menn
brotið upp stórar plötur og haft þær til eldsneytis;
mjög örðugt er að ná surtarbrandinum og þykir
mönnum það varla tilvinnandi, enda eru menn nú að
mestu hættir að leita eptir honum. I Fagradal er
fagurt eins og nafnið bendir á og fjöllin tignarleg í
kring; áin sem rennur eptir dalnum sker sig áður
en hún fellur í sjó gegnum allliáa malarhóla; Hafra-
tindur er hér upp af, og töluverðir skaflar eru í