Andvari - 01.01.1891, Side 115
113
fjöllin, blágrýti er í fjallabriuiunum beggja megin
og surtarbrandur dálítill kvað liafa fundizt í hlíð
sunnan til á dalnum. Það er útlit til þess að Svína-
dalur hafi að nokkru leyti myndazt við það að berg-
ræmur liafa sokkið, fraín með vesturhlíðinni norður
af selinu eru merki til þess. Þegar við komum suður
að Hvammsflrði héldum við sömu leið fyrir framan
dalina sem við höfðum áður farið. A leiðinni skoð-
aði eg skeljar í leirbakka i Laxárdal; eins og fyrr
hefir verið getið er í Laxárdalnum mjög mikið af
möl, leir og lausagrjóti og hefir í fyrndinni armur
af fírðinum gengið upp í dalinn, það sést meðal
annars á skeljunum. Mitt á milli Höskuldsstaða og
Sauðhúsa, rétt fyrir vestan Mjóliyl í Laxá er mikið
af skeljum í melbarði innan um leirblandna smámöl,
þar eru mest hrúðurkarlar (bálanus), saxicava, mya,
littorina og fáeinir hörpudiskar, allt eru þetta hinar
sömu tegundir, sem enn lifa við strendur Islands,
svo ekki getur verið ýkja-langt síðan sjór gekk
þangað upp. Við Ljá milli Ljáskóga og Hjarðar-
liolts hefir og fundizt dálítil rostungstönn. Ut eptir
fórmn við neðri veg en við höfðum áður fariðafþví
við höfðum fjöru fvrir neðan svokallaða »Polla«, þar
er net af kvfslum úr ánum, sem falla út ur dölunum
og mynda hér töluvert undirlendi, út með sjó fyrir
utan árnar og út að Gunnarsstöðum eru allháir leir-
og sandbakkar við sjóinn.
Meðan eg ferðaðist um Dalasýslu var allt af
gott veður, en 5. september er eg fór frá Gunnars-
stöðum suður yfir Rauðamelsheiði, brá til óþurka og
héldust þeir úr því það sem eptir var af ferðinni.
Aður en jriðið er upp á Rauðamelsheiði, fyrir ofan
tvö smávötn fyrir innan Hólmlátur, eru liparitmynd-
anir töluverðar í Hallargili, eru þar bæði þunnar
8