Andvari - 01.01.1891, Side 117
115
hærri. Hinu megin við Haffjarðará i stefnu til suð-
austurs er önnur eldkúla minni fyrir ofan Syðri-
Rauðamel, og upp undir Kolbeinsstaðafjalli austan-
vert í dalnum er stór gígur ólögulegur í sömu stefnu,
þar hcita Rauðliálsar. Haffjarðará rennur um Rauða-
melshraunin mitt á milli eldborganna. Fyrir ofan
þessa eldlínu er uppi í Hnappadalnum gígur, sem
heitir Gullborg', frá honum hefir runnið sérstakt hraun
um mikið svæði upp að Hliðarvatni; ur Rauðhálsum
hefir líka runnið hraun suður og' norður og nær það
niður að Eldborgarlirauni, svo þau eru áföst, það má
því heita að allur efri hluti og eystri liluti Hnappa-
dalsins sé þakinn hraunum; fyrir vestan Haffjarðará
er aptur á móti töluvert graslendi, mýrar og flóar
upp undir Ytri-Rauðamel. Fjöllin kringum Hnappa-
dalinn eru öll úr basalti og eru lögin lárétt, í Ljósu-
fjölhun kvað vera líparit; fjöllin fyrir innan Hnappa-
dalinn eru yfir höfuð að tala lág, t. d. Rauðamels-
lieiði og um Flatir er dæld í gegnum fjöllin norður
í Langadal minni. í Hnappadalnum eru tvö stór
vötn, Oddastaðavatn vestar og Hlíðarvatn austar,
Hraunholtaá rennur úr Hliðarvatni í Oddastaðavatn;
norðaustan til í Hnappadalnum nálægt Hlíðarvatni
eru nokkur móbergsfell, tveir Hraunholtahnúkar,
Sandfell og Þverfell innst. Úr Oddastaðavatni renn-
ur Höfðá, hún stíflast upp og myndar breiða ósa
fyrir ofan Rauðamelshraunin og er þar kallað Höfða-
vatn, í ósana rennur líka Flatnaá, heitir vatnsfallið
nú Laxá, unz Kaldilækur kemur sarnan við hana, þá
heitir áin Haffjarðará niður úr; Kaldilækur kemur úr
Haffjarðardal, sem gengur inn í Kolbeinsstaðafjall.
Neðar koma i Haffjarðará að vestan Gerðubergslæk-
ur og að austan Landbrotalækur. Kippkorn norður
af ölkeldunni hefir mjó hraunkvísl runnið niður af
8*