Andvari - 01.01.1891, Síða 119
117
og hún sést langt að með því að hún er einstök á
sléttlendi. Borgarhraun er víða uppgróið og í þv*
töluverður skógur; gróðurinn í því er engu minni en
í þeim hraunum þar í nánd, sem menn vita um með
vissu, að ekki liafa brunnið síðan land byggðist.
Annars er það alllíklegt, að Eldborg hafi aldrei gos-
ið síðan land byggðist, frásögnin í Landnámu er lík-
lega að eins þjóðsaga, enda eru frásagnirnar allar
um Selþóri nokkuð forneskjulegar; gos þetta getur
heldur ekki vel samrýmzt við aðrar sögur. í Land-
námu seg'ir svo þar sem talað er um landnám
Skallagríms: »hann nam land utan frá Selalóni ok et
efra til Borgarhrauns ok suðr allt til Hafnaríjalla»;
nú kom Skallagrimur út hingað að menn ætla 878,
svo ekki getur þetta samrýmzt við söguna um eld-
gosið. í Grettissögu er líka getið uin Borgarliraun,
þangað elti Grettir Gísla og hýddi hann þar, Grettir
reif upp hrislu mikla og hýddi Gísla mcð henni,1
þetta mun hafa verið árið 1022, cptir sögninni um
Selþóri hefði Borgarhraun þá átt að vera 70—80
ára gamalt og sumt orðið skógivaxið, en það nær
engri átt, hraun vcrða að vera orðin mjög gömul
áður en svo mikill jarðvegur er i þau kominn, að
þar gotur skógur vaxið.
Frá Brúarfossi fór eg um morguninn 8. septem-
ber, fórum við fyrst um holtahryggi innan um mýr-
ar unz við komum upp að hraunröndinni, á melholt-
um þessum fyrir neðan Staðar-hrauns-röndina alla
leið að Svarfhóli er grjótið lábarið, enda hefir sjór
eflaust fyrrum náð yfir allar Mýrar upp að múlun-
um og fjallshlíðunum fyrir ofan. Við riðum yfir
Hrauridalshraunið, þar sem mjóddin er á því, er það
1) Grettissaga. Kmh. 1853. bls. 136.