Andvari - 01.01.1891, Blaðsíða 121
TTI.
Um áfeng-a drykki.
Eptir lækni í Ameríku.
íslenzkað af Matth. Jochumssyxii.
--» «-
Með því að á mig hefir verið skorað, skal eg nú
skýra frá áhrifum ofdrykkjunnar á lieilsu manna,
eins stutt og skiljanlega og mér er unnt, samkvæmt
þekkingu minni og reynslu. Skal eg halda mér lielzt
við þau atriði þessa efnis, sem fullsönnuð eru og eng-
inn maður yggir; en minnist eg á- hluti, sem efa-
samir þykjá, skal það jafnóðum tekið fram; eins skal
eg geta þess fyrir fram, að þeir höfundar, sem eg
styðst við, eru nafntogaðir menn og í áliti miklu
meðal læknastéttarinnar. Meðal þeirra vil eg nefna
Wm. B. Carpenter, prófessor i fysiologi (líffærafræði)
við háskólann í Lundúnum, Skandinavann Magnúa
Hú.ss, Svissann Herman Lebert, og Englendinginn
F. E. Austie. Eg skal strax geta þess, að eg álít
ofdrykkjuna nokkurs konar þjóðsýki, sem menn verða
að vita af hverri rót sé runnin, áður en menn geti
þeklct þau læknislyf, sem við eigi. Að öðru leyti
skal eg ekki skipta mér af lagalegum eða stjórn-
fræðislegum hugleiðingum i þessu efni, né heldur sið-
ferðislegum. Það fel eg öðrum á hendur, þeim sem
færari eru.