Andvari - 01.01.1891, Side 124
12 2
ast að skilja; skulum vér og' athuga liaua fyrst, énda
skilja menn þá auðvelclar hina síðari verkun. Fyrsta
verkan öls eða áfengs drykkjar er, eiiis og' kunnugt
er, breyting, sem kemur á andlegt eðli mannsins,
hans skyn og skilning, tilfinningu og vilja; hugsan-
irnar verða örari og óðslegri, en óreglulegri en þeg-
ar menn eru alg'áðir; hugurinn kemst eins og á lopt,
líkt og losast undan hvérsdagslegu fargi, viljinn fylg-
ir fremur augnabliks-áhrifum og tilfinningarnar verða
örari og ístöðuminni; einn verður viðkvæmur og
klökkur, annar ólmur og ákafiyndur, annar kátur,
annar dapurlyndur, allt eptir því sem eðhsfar eða á-
stæður eru til; en ávallt fer stjórn og stilling skyn-
seminnar úr jafnvægi. Margur hefir eptir fáein glös
af víni talað þau orð eða birt þá hugsun, er hann
aldrei hefði gjört rétt gáður. Á því byggist orðta>k-
ið: »öl segii' innri vilja«. Hið allra fyrsta stig til
ölæðisins er alls eigi óþægilegt, livorki fyrir þann,
sem drekkur, né þá sem við eru staddir, og því cr
vínguðinn í veizlum manna talinn »hrókur alls fagn-
aðar«. En ætíð fylgir einhver doði jafnvel eptirhina
hó'fsömustu nautn; hafi maður eina stund verið ör
um of á sínum andans fjársjóðum, neyðist maður
hina stundina til að brúka sparnað, öldungis eins
og á sjer stað í lífinu; eptir ofmikla éyðslu og óhóf
hlýtur hver maður að sjá að sér, ef eigi á ver að
fara. Drekki maður meira en svo, að maður verði
vel kenndur, haldast lik áhrif, en æ svæsnari. Hugs-
anirnar koma nú eins og á hlaupi og hringli og allt
nám fer að ruglast; sá sem fyr var málhreifur byrj-
ar nú mas og mælgi, tilfinningarnar komast í upp-
nám og allt fer í hávaða og heimksulæti, o. s. frv.
Andlitið, sem fyrst varð að eins fjörlegra á svipinn
og bragðlegra, verður rautt, augun stirðna og brátt