Andvari - 01.01.1891, Page 126
124
þessa líkamshluta — nefnilega heilans og hrygg-
mænunnar,—sem menn nefna miðju-mæímkerfi. Því
má skipta í 4 aðaldeildir — þegar ekki er talað
vísindalega — og er iiin fyrsta hinn eiginlegi heili,
þar sem skyn og skynsemi, tilfinnan og vilji eiga
aðsetur. Þessi deildin tekur fyrst við áhrifum vín-
andans og það óðara en maður verður kenndur. Á
öðru stigi verða verkanirnar á þessa deild enn
stærri, sem sýnir sig bezt á rugli og vaxandi ósjálf-
ræði hins drukkna; enda tekur þá öllum vitum
mannsins að förla, svo þau hætta réttri samvinnu;
það sýnir að hreifingar-mænunnar, sem liggja dýpra
inn 1 heilanum, og eru hans önnur deild, eru trufl-
aðar og lamaðar. Þessar mænur verða nú með öllu
lémagna á hinu þriðja ölæðisstigi, enda koma þá á-
hrifin líka niður til hinnar lægstu deildar mænu-
kerfisins. Nú er andardrátturinn orðinn erfiður og
snörlandi, augasteinarnir þrútnir, o. s. frv., og þetta
kernur af því, að hin nefnda þriðja mænu-deild, sú
er liggur á takmörkum lieila- og hryggmænu, og
sem stýrir andardrættinum, er úr lagi gengin. Veikl-
an í blöðru- og enda-þarma-vöðvunum sýnir og, að
máttleysið er komið ofan í hryggmænuna, sem þeir
vöðvar fá krapt sinn frá, en hryggmænan er fjórða
deild mænukerfisins. Þegar ölæðið hverfur, batn-
ar það öfuga lcið við þá, sem það kom, "þvi||sá
hluti heilans, sem fyrst veiktist, verður seinast al-
bata.
Eigi í fljótu máli að segja, hverjar verkanir
fram komi meðan ölæðið stendur yfir, má segja að
þær séu vaxandi máttleysi í miðmænu-kerflnu. Það,
sem virðist mótsögn, að máttleysi valdi ofstæki og
ofsa hjá drukknum manni, kemur af því, að vit og