Andvari - 01.01.1891, Blaðsíða 128
12G
skapur liefír stór-áhrif á líkamann, og þetta viljiun
vér þvi atliuga betur.
Af því, sem nú lieíir verið sagt, mættu menn
búast við, að mænukerflð sýktist fyrst við ofdrykkj-
una, og það stendur líka heima. Sjúkdómar í lieil-
anum og sumpart í hryggmænunni eru algengustu
afleiðingar vínandans. Alkunnustu afleiðingar of-
drykkju og þær sem menn eru hræddastir við, er
ofdrykkjusóttin1, delirium tremens. Sá sjúkdómur
liggur mest í mænukerflnu; kemur hann optast eptir
lengri tíma ringl og opt í menn, sem alls eigi hafa
lengi drukkið. Fyrsta einkennið er matleiði, einnig
optlega óbeit á öllum drykk, svo meiin höfðu áður
þá ætlan, að liættast væri við þessum sjúkdómi, þeg-
ar menn, sem vanir væru ofdrykkju, hættu henni
allt í einu. Þegar sjúkdómurinn er byrjaður, kemur
fyrst svefnleysi, sem getur varað dægrum saman og
endað í meðvitundarlausum dvala, sem sjúklingur-
inn raknar aldrei við úr; því næst kemur, og það
einatt mjög snemma í sjúkdóminum, delirium, æðið;
því fylgja ógurlegar ofsjónir; hinn sjúki talar um
flugur, orma, ófreskjur, optast nær eitthvað fælu-
legt, enda er hann si- liræddur og berst illa af, hann
er á sífeldu iði með höndur og handleggi og kastar
sér til og frá, vill fram úr hvílunni, fer með alls
konar mas og mælgi, org og læti; tungan er skjálf-
andi, optast þur með dökkgulu slími. Eptir nokkra
daga deyr hann, eða honum fer aptur að batna, og
batinn byrjar með sætum svefni. Þegar hann vakn-
ar, hefir hann fengið fullt ráð sitt og lyst til fæðu.
En þetta er alls eigi hin venjulegasta verkun
ofdrykkjunnar; hjá öllum þorra drykkjumanna finn-
1) Á norslcu: ölkveisa.