Andvari - 01.01.1891, Page 129
127
ast fjölda- mörgönnur sj úkdómsmerki, ogmargur sá
deyr af áfleiðingum ofdrykkjunnar, sem aldrei fær
ofdrykkjusóttina sjálfa. Taki menn eptir þeim feit-
lagnu mönnum, sem eg nefndi, munu menn sjá, að
þeir skjálfa með liöndurnar, einkum að morgni dags,
á meðan þeir eru fastandi; þetta kemur af veiki í
lieilanum, sem þá getur eigi stjórnað lireifingum lim-
anna með réttri stillingu. Líka geta menn tekið
eptir því, að mikil breyting verður á skapferli og
hugsunarhætti drykkjumannsins, og er það enn þá
órækari vottur þess, að vínandinn ræðst á mænu-
kerfið. Ofdrykkjumaðurinn glatar siðgæðiskröptum
sínum öllu öðru fremur. Hann verður ragmenni og
raupari og lygari; hann missir stjórnar á sjálfum sér,
verður illur og uppstökkur í lund, og kvalræði öll-
um í kringum hann. Af þvíkemur það, að margur
maður sem þótti réttsýnn og vel innrættur meðan
hann var hófsmaður, verður ódæll og ofsafenginn
þegar hann er orðinn ofdrykkjumaður, og auk þess
hneigður til ýmsra annara lasta, er hann virtist frá-
bitinn áður. Þessi merkilega skaplyndisbreyting sak-
ir svo áþreifanlegs efnis, sem vinandinn er, sýnir
ljóslegast heilans áhrif og samband við það, sem kall-
að er sálarlíf mannsins. Ennfremur sjá menn, að
drykkjumaðurinn verður tortryggur, og sú tortryggni
kemur sérstaklega fram í hjúskapariífmu, og skal
eigi orðlengja um það hér, en slíkt er nálega órækt
merki þeirrar taugabilunar, sem ofdrykkjan ollir.
Þessi tortryggni og aðrar skapbreytingar verða opt-
lega að ofdrykkjusótt, og fjölmargir sjúklingar á geð-
veikra spítölum eru, þó minna á beri, veikir eptir
drykkjuskap. Eg get nefnt marga geðveikisiækna,
sem fullyrða, að af öllum ytri orsökum sé ofdrykkj-
an algengust undirrót slíkra veikinda«.