Andvari - 01.01.1891, Síða 130
128
Því næst lýsir höfundurinn sjúkdómsáhrifum vínandans
á magann, lifrina, nýrun, hiíðina og hlóðið,' sem allt aflagast
og sýkist meir eða minna; en þar þessi útlistun er nokkuð
margbrotin fyrir alþýðu, sleppi eg henni. Síðan segir hann:
»Þeií!menn, semeru drykkjumenn, en lítaþóvel
út, eru fiestir miklir eríiðismenn með sterkri heilsu, og
meltingarkrapti; hverfur vínandinn því tijótara úr
blóði þeirra en annara, með því efnabreyting hjá
þeim er fijöt og skörp. En athugi menn, hvernig
heilsufari slíkra manna lyktar að lokum, verður opt-
ast nær aniiað of'an á. Því slíkir menn eru ætíð
móttækilegri fyrir sjúkdóma en aðrir, sem kemur af
því, að vínandinn hefir blandað blóðið í þeim og
skemmt það á einhvern hátt. Allar landfarsóttir
leita fyrst uppi drykkjumenn, t. a. m. kólera, lungna-
bólga, gigtsjúkdómar, blöðsótt. Allt eins veikjast vöðv-
arnir við blóð það sem skemmt er af eitri vínand-
aris, enda sezt í þá fita, sem dregur úr þeim lcrapt
og beygjanlegleik; ekki sízt á þetta heima á hjart-
anu; það spillist af þessari óhollu fitu og hindrast
við sitt hlutverk, að veita blóðstraumunum út í lík-
amann.
Það lítur svo út, eins og vínandinn liafi eyði-
leggjandi áhrif á alla parta líkamans; og er nú eptir
að leysa úr þeirri spurningu, iiyort vínið vinni þá
svo mikið gagn, að ráða skuli heilbrigðum mönnum
til að neyta áfengra drykkja. Eg svara því hreint
og beint neitandi; eg skal reyna að sýna og sanna,
að heilbrigðir menn eigi alls ekki daglega að neyta
áfengra drykkja. Að þá megi nota við sjúka, er
allt annað mál, og við kemur eigi þessu máli.
Svo er almennt álitið, að hófsöm nautn áfengra
drykkja, eins og glas af bjór eða víni, efli melt-
inguna; mönnum, sem leggja á sig harða vinnu og