Andvari - 01.01.1905, Blaðsíða 10
4
Markús F. Bjarnason.
Reykjavík var nú að vísu um þær mundir eng-
inn sérlegur uppgangsbær, hvorki í atvinnugreinum
né öðru. Og að því er þilskipaútveginn snerti var
aðkoman alls eigi neitt sérlega uppörfandi tyrir liinn
unga mann og framtíðarhorfurnar langt frá glæsileg-
ar fyrst í stað. Geir Zoéga, sem nú er kaupmaður í
Reykjavík, hafði þá fyrir nokkrum árum í lelagi með
öðrum keypt þilskip til fiskiveiða og þótti það hin
mesta nýlunda. Mun það lengi vel hafa verið eina
íiskiþilskipið hér sunnanlands. Gekk veiðin misjafn-
lega framan af, því eigi var völ á Iærðum skipstjór-
um hér innanlands, og útlendingar þeir, er fengnir
voru fyrir skipið, voru óvanir íiskiveiðum, þótt að
öðru lejdi væru duglegir skipstjórar. I’að voru því
allmiklir annmarkar á þessari útgerð, og varðþaðúr
á endanum, að Geir réði sér mann vestan al' Arnar-
firði til að vera fyrir skipinu. Var það föðurbróðir
Markúsar, Sigurður Símonarson, alkunnur dugnaðar-
og íiskimaður, og var hann síðan skipstjóri á útveg
Geirs í l'ull 30 ár. Markús réðist fyrst á skip með
frænda sínum, en eins og að líltum lætur lél liann
eigi hér við sitja, því hann hafði stöðugt annað og
rneira í huga en að þjóna í hásetastöðu. Hann var
kominn lil Reykjavíkur í þeim tilgangi fyrst og fremst
að mannast sjálfur og síðan vinna að umbótum og
framförum í þeirri atvinnugrein, er hann lagði stund
á. Fyrsta skrefið var þá auðvitað að afla sér þekk-
ingar og frœðslu, því án þess verða allar framl'aratil-
raunir., hvort lieldur er í verklegum eða andlegum
efnum, ekkert annað en fálm út í loftið. Reykjavík
átti að lieita aðalból fræðslu og menningar í landinu
og þar bjóst því Markús við að geta aflað sér þeirr-
ar þekkingar í stýrimannafræði, er nauðsynleg þótti
til að stjórna liafskipi. En þar varð hann þegar i
slað fyrir illum vonbrigðum. í Reykjavík var enga
fræðslu að fá í þeirri grein. Það lá því nærri að