Andvari - 01.01.1905, Blaðsíða 197
Heilræða ríraa
191
Kláran lærðu kristinn1) dóm1)
kendau drottins líði;
Ijúf í geði og lindisfróm
lifðu svo með príði.
A því láttu engan stans
elsku guðs að njóta.
I brjósti geimdu boðorð lians,
svo blessan náir liljóta.
Laðaðu til þín lausnarans náð;
lukkan sú þig stiður.
Uppsker tíðum ellin þjáð,
er æskan sáir niður.
Ycndu þig á vinnu ment,
vcl svo bjargast megir.
Iðjuleisi er eugum licnt.
oft til sinda teigir.
Jafnan sjcrtu gegn og góð,
glöð og hír við líði,
í þrautum öllum þolinmóð ■ -
það or kvennmanns príði.
Hafðu gjarnar fátt um ílest,
Festu trygð i skorðum,
sú mun auka sómann mest,
svo sem áður forðum.
Guðhræðsluna geðs um reit
geirndu í hjartans bigðum;
lögur hefur hún firirheit
fremur öðrum digðum.
Hver það hnossið höndlað fær,
haiin þarf ekki að kvíða,
glóir björt með geislum skær,
glansar af henni víða.
Hún er meina hirust bót,
hjartans indið rjetta,
allra digða undirrót,
af henni þær spretta.
Eftir hana auðmjúk bæn,
einninn trúin fróma,
sumar og vetur svo er græn,
sjest með öllum blóma.
Hennar príði hrósa eg;
liefir hún listir margar,
ágæt, dávæn, ástúðlcg
úr öllum raunum bjargar.
Hvað skal tala hjer um mart,
þó huganum þar til renni.
Heimsins auður, æra og skart.
— alt er dauft hjá henni.
Segi eg þjer það, sistir góð,
soddan minnast áttu,
geimdu hana gcðs í sjóð,
glatast aldrei láttu.
Dírgrip þennan drottins náð,
drósin ung, þjer vciti.
Alt þitt lukkist efni og ráð,
cnn engar nauðir þreiti.
Bið þú guð að gæta þín, «
og gefa þjer helgan anda.
Þá mun hírust hringa lin
hrapa í engan vanda.
Holdinu gefðu hvergi taum —
heftu viljan bráða —
stjórnin þess er ill og aum,
andann láttu ráða.
Hirtu ekki um heimsins prjál,
hveruinn sem lianu lætur.
Athuga, þú átt eðla sál.
Á henni hafðu gætur.
Bið þú guð þjer leggja lið;
lítur hann til mcð sínum.
Haltu fast við hreinlífið,
liafðu að ráðum mínum.
1) Svo í hdr. (i tveiniur orðum).