Andvari - 01.01.1905, Blaðsíða 148
142
Ferð um
og væri nær fyrir menn nð leita sjer þar atvinnu en
að fara lil Ameríku, því að greiðara væri að komast
þaðan heim aftur, ef illa gengi. Peir sögðust engan
veginn vilja stuðla að stórkostlegum útflutningum úr
landinu, en aftur á móti þætti þeim varhugavert að
aftra mönnum frá að sækja þangað atvinnu sem hana
væri að fá.
Daginn el'lir komu þessjr tveir mcnn heim lil
mín og báðu mig að halda þar fyrirlestur aftur, buðu
að lána húsið ókeypis og horga fyrirlesturinn eins
og jeg setti upp. Jeg lofaði að verða við hón þeirra á
suðurleið, ef kringumstæður leyfðu, en kvaðst enga
borgun taka fyrir.
Meðan jeg var í Havslad komu margir lil mín,
til þess að fræðast um ísland, og voru sumir þeirra
þar ol'an úr sveitunum. Flestir kváðu þeir á einn
veg, að þeir vildu gjarnan skifta um verustað, ef
þeir gætu, og höfðu gott auga á Islandi, efþeirkæm-
usl þangað eins kostnaðarlílið og lil Ameríku. Bezt
töldu þeir, ef þeir gætu stundað landbúskap, en haft
sjávarútveg við hliðina. Reynzlan sögðu þeir væri
sú þar norður frá, að landhúskapurinn væri það var-
anlega, en sjávarúlvcgurinn góður til að taka, þegar
því væri að skifta.
Á suðurleið lijelt jeg svo tvo fyrirlestra um ís-
land í Havslad, annan í Verkmannaluisinu fyrir 150
manns, en hinn í »Good-Templar«-slúkunni »Tron-
denæs«. Vorsen agent tókst svo á hendur að gefa
þeirn sem ])css leituðu allar upplýsingar um Island.
En mikið var um það kvartað, að samgöngur vant-
aði milli íslands og norðurhluta Noregs og töldu
menn nauðsyn, að ráðin yrði hót á því, el' nokkuð
að ráði ætti að verða úr llólksllutningi þaðan liing-
að. Jeg lofaði að hreifa þessu máli við ráðaneytið
íslenzka og Iijelt að það mundi gera eitthvað í því,
svo framarlega sem það sýndi sig, að áliugi væri