Andvari - 01.01.1905, Blaðsíða 96
90
Um forsetakosningu
ar vildi liafa sem öflugasta alríkisstjórn og (iraga sem
mest undir liana, og nefndi sá flokkur sig Federalistar,
en hinn flokkurinn, sem þá var nefndur Repúhlíkan-
ar, vildi láta ríkin vera sem sjálfstæðust og óháðust
alríkisstjórninni. Helzti maður Federalistanna var
Alexander Hamilton, fjármálaráðgjaíi hjá George Was-
hington og mesli ágætismaður, en lians naut ekki
lengi við (j- 1803)1, en forustuinaður hins flokksins
var Thomas Jefferson, sem var forseti 1800—1808.
Federalista flokkurinn var mjög öflugur framanaf, á
dögum Washingtons, en fór brátt mjög linignandi eptir
danða Hamiltons, og livarf alveg úr sögunni eptir 1815,
svo að Repúblíkanar urðu þá einir um hituna. En
um 1830 mynduðust aptur tveir stjórnmálaflokkar;
lijelt annar flokkurinn fram líkum skoðunum og Re-
públíkanar höfðu gjört, liafði mestan stuðning í suð-
urríkjunum og hjá bændastjettinni og var hlynntur
lrjálsri verzlun, en nú nefndi sá flolckur sig Demó-
krata (sjerveldismenn). Hinn flokkurinn, sem nefnd-
ist Whigflokkurinn, hafði að mildu leyti sömu stefnu
og Federalistarnir; hann lijelt fram verndartollum og
að rikisfje væri varið lil innanríkis framfara og
studdist við kaupmanna- og iðnaðarmannastjett á
Nýja-Englandi2 og í miðríkjunum. Líka var þrælahald-
ið mikið ágreiningsefni milli flokkanna; Demókrat-
arnir voru aðallega hlynntir þrælahaldi, cn Whiggarn-
ir mótfallnir því. Tveir af merkustu mönnum Whigg-
anna Hennj Clay og Daníel Webster dóu árið 1852
og þriðji merkasti flokksmaðurinn Jolin C. Calhoun
var dáinn 2 árum áður; leystist þá Wliigflokkurinn
sundur og Demókratar urðu öllu ráðandi; en hráðum
4) HamiUon var spekingur að vili og framúrskarandi stjómvitring-
ur, enda sagði Talleijrand, seni ekki var svo gjarn á að dáðst að mönn-
um, að hann liefði ekki þekkt nema tvo jafnoka Hamiltons að vitsmunum,
og þeir væru Napoleon Bonaparte og Fox.
2) Nýja-England er norðausturhluti Bandaríkjanna eða G ríkin:
Maine, Ncw Ilampsliire, Vermont, Masáacliusetts, liliode Island og Con-
necticut,