Andvari - 01.01.1905, Blaðsíða 114
108
Um forsetakosningu
Það er leyíilegl að endurkjósa forsetann, þegar
kjörtími hans er á enda, enda hafa þegar 8 forsetar
verið endurkosnir, og það er ekkert ákvæði í stjórn-
arskránni þvi til fyrirstöðu, að hahri sje endurkos-
inn aptur og aptur, meðan honum endist lif, en það
virðist þó vera komin sú regia á, að ekki skuli end-
urkjósa forseta nema einu sinni. Washington, sem
var kosinn forseti 1789, ijet leiðast til að Iáta endur-
kjósa sig 1792, en þegar þjóðin svo vildi endurkjósa
hann aptur 1796, þá aftók hann það með öliu og
sagði, að það mætti ekki viðgangast í lýðstjórnarríki,
að sami forsetinn væri endurkosinn hvað eptir ann-
að. Af þeim 4 forsetum, sem næst voru endurkosnir
eptir hann: Tliomas Jefferson (forseti 1801—1809),
James Madison (forseti 1809—1817), James Monroe
(forseti 1817 -1825) og Andrew Jackson (forseti 1829
—1837), bauð sig enginn fram til forsetakosningar
optar, nje heldur gjörðu vinir þeirra tilraun til að
koma þeim optar að; en Ulysses Grant. sem var for-
seti 1869—1877, bauð sig fram lil forsetakosningar í
þriðja sinn 1880, cn var hafnað sem forsetaefni á
þjóðfundi samveldismanna, af því að það þólti ekki
rjett eptir dæmi Washingtons að endurkjósa neinn
forsela optar en einu sinni. Ur j)ví að svona fór
fyrir Granf, sem var svo vinsæll hjá samveldisinönn-
um fyrir framgöngu sína í styrjöldinni miklu 1861 —
1865, þá má gjöra ráð fyrir, að enginn forseti verði
framvegis endurkosinn nemu einu sinni.
Ef forsetinn deyr, sem liefur atvikazt limm sinn-
um (3 myrtir), segir af sjer eða lians missir við á
annan liátt, ]iá tekur varaforselinn við og missi lians
líka við, þá tekur við æðsli ráðgjafinn (secretary oj'
state) og síðan hver af öðrum eptir embættistign.
Forsetanum verður ekki vikið frá embætti nema með
dómi í máli, sein fulltrúadeildin höfðar móti honum
fyrir landráð, stjórnai’skrárbrot, mútur eða aðra stór-