Andvari - 01.01.1905, Blaðsíða 151
norðanverðan Noi;eg 145
Hann kvað liafið milli íslands og Grænlands
nijög ríkt á sumrum at' selalegund þeirri sem Norð-
menn kalla »klapmyds« og sækjast mjög eftir. Sagði
hann, að ísland stæði hezt að vígi lil þess að hag-
nýta sjer þann auð. Skútur með »mólorum« væru
beztu skip lil þeirra veiða. En það sem við töluð-
um þó mest um var moslcushautin. Taldi liann eng-
an vafa á því, að þau mundu vel dafna á Islandi og
sagðist fús á að taka að sjer að flylja þau hingað,
el' sjer væri horgað fyrir þau hjer eins og annars-
staðar. Hann sagðist þess albúinn að flytja til ís-
lands, þar sem ekki væri frá mildu að hverfa í
heimkynnuiH sínum, og í öðru lagi sagðist hann sækja
atvinnu sína svo langt, að gróði væri fyrir sig að
setjast að á Islandi, svo framarlega sem vörur sínar
seldust þar eins vel og í Noregi. Jeg benti honum á
að stutt væri á markaðinn þar sem England væri,
en samgöngur góðar milli þess og íslands, og sagðist
hann þá mundi á það liætta að flytja lil íslands við
fyrsta tækifæri. Lol'aði jeg honum að lokum, að
Ilytja mál hans, um kaup á lifandi moskusnautum
lil uppeldis í landinu, við stjónlarráð íslands, þegar
jeg kæmi heim, og láta liann svo vita um undirtekt-
irnar.
Tromsö er á 70° n. br. og því 50 mílum norðar en
nyrstu tangar íslands, Melrakkasljetta og Horn. Lengra
norður l'ór jeg ekki, en hjelt nú suður um land aftur
20. desember.
Á suðurleið kom jeg í þorp eill lítið, sem Finns-
ncs heitir, og talaði þar í unglingafjelagi um ísland.
Fór jeg svo til Harstad og lijelt þar fyrirlestra, eins
og áður segii-. Þaðan fór jcg svo til Bodö og síðan
lil Rörvig. Pað er dálítill kaupstaður og viðkomu-
staður gufuskipanna. Par talaði jeg í bindindishúsi
bæjarmanna nokkur orð um ísland, en vegna þess
10