Andvari - 01.01.1905, Blaðsíða 166
160
Verzlunarmál íslands.
farið að líðkast nú á seinni árum bæði á Englandi
og Skotlaridi og ekki síst lijer í Danmörku til sveita.
Þeir stofna sameignarkaupfjelög sín á milli, og kaupa
í sameiningu eða í íjelagi inn allar vörur, sem þeir
þurfa á að halda og iithluta þeim síðan á meðal fje-
lagsmanna, eptir því sem þeir hafa þörf á. En lil
þess að öll innkaup verði sem hest og ódýrust, setja
menn á stofn eill allsherjar innkaupsfjelag, samfjelag,
sem kaupir vörur inn í stórkaupnm handa öllum sam-
eignarfjelögunum, og ágóðanum af þeim stórkaupum er
síðan skipt á milli allra þeirra fjelaga, sem fá vörur
hjá samfjelaginu, í hlutfalli við þá upphæð, sem þau
kaupa fyrir. Á líkan hált hal'a menn einnig útílutn-
ingsfjelög, sem selja allar þær vörur, sem hændur
framleiða, og styðja jafnframt að því, að þær verði
sem vandaðastar og liver vörutegund samskonar að
gæðum og eins að útliti. Á því ríður mjög mikið,
að vörurnar sjeu vel »sortjeraðara, vel um þærbúið,
og að þær sjeu sendar kaupendum, þá er þeir þurfa
á þeim að lialda, að þær komist óskemmdar að öllu
leyti til þeirra og þó sem kostnaðarminnst. Vörurnar
þurfa að vera þannig úr garði gerðar, að kaupend-
urnir sjeu í alla staði mjög vel ánægðir með þær og
sækist eptir þcim. Þá verða þær vel borgaðar. Að
öllu þessu styðja sameignarúlflutning.sljelögin. Eitt
allsherjar innkaupsfjelag eða samfjelag þarf að setja á
stofn i Regkjavik, en út um alll land í Iwerju hjeraði
þarf að stofna sameignarkaupfjelög, er fái vörur sínar
hjá samfjelaginu í Reykjavík. Samfjelagið kaupir
inn í stórkaupum allar úllendar vörur og á að senda
þær heina leið frá þeim slað, sem þær eru keyptar
á, lil Reykjavikur, en þaðan eiga vörurnar að ganga
úl lil sameignarkauþfjelaga og tvístrast milli lands-
manna. Úr næstu sýslum við Reykjavík eiga menn
liægt með að ná til höfuðstaðar landsins, en síðan
gufubálar og gufuskip tóku að ganga i’rá Reykjavík