Andvari - 01.01.1905, Blaðsíða 63
Ritsimamálið.
57
hann tók við völdum, var að snúa sér með alhuga
að ritsíma-málinu, sem hann vissi að var eilt
fremsta nytsemdarmál og áluigamál þjóðarinnar.
»Er nú málið svo mikils vert?« mun margur
spyrja.
Pingið hefir svarað því hvert einasta sinn scm
það hefir hai't málið til umræðu og aðgerða. Pingið
hefði ekki farið að veita stórfé og heita stórfé fram-
vegis til málsins, ef svo hefði ekki verið. — Til að
sýna, hve mikils mönnum lieíir þótt um mál þetta
vert, skal ég lil færa hér ummæli séra Jens Páls-
sonar á Alþingi 1893:
»Skoðun mín er óbreytt, að þetta sé citt ið
þýðingarmesta mál landsins, og ef það kæmi í
framkvæmd, hefði það þau áhrif á framför þjóð-
arinnar, sem ekki yrði með tölum talin eða metin
til verðs .... Pað er enn fremur ef til vill ekkert
mál, sem getur gefið stjórninni betra tækifœri til
þess að sýna í verkinu, að hún beri umhyggju fyr-
ir landi og þjóð, en einmitt þetta«. (Alþ.tíð 1893,
B, 1950—51).
Og þetta er talað 1893, þegar menn töldu að-
al-arðsvonina af símasambandi við útlönd mundu
verða fólgna í áhrifunum á verzlunina (sbr. Guðl.
Guðmundsson, Alþlíð. 1893, B. 1950).
Nú er svo komið, eins og síðar skal á bent, að
síðan sjávarútvegurinn er orðinn lang-arðsamasti
og afurðamesti atvinnuvegur landsins, má telja
víst, að beina gagnið til framfara atvinnuvegum
landsins verði enn meira af símasambandi ýmsra
staða innanlands, en af sambandinu við útlönd.
Og því má með tvöfalt meira rétti segja nú, en
1893, það sem þá var sagt.
Alþingi og isl. blöð hafa gcíið fylstu ástæðn til
að meta þetta lífsnauðsynjarmál, og öll atvik og
ástand landsins gera ið sama,