Andvari - 01.01.1905, Blaðsíða 161
Verzlunarmál íslands.
155
afnámu YÖruskiptaverzlunina eg skuldaklafaverzlun-
ina lijá sjer, og þess eigum vjer að gæta.
Verzlunarmálið er mikið mál og víðtækt. Menn
verða að kynna sjer það utan lands og innan. Það
er víðtækara en stjórnarskipunarmálið, af því að það
snertir íleiri; það er flóknara, af því að menn verða
að kynna sjer íleira. Þaríir manna og kröfur, cða lífs-
nauðsynjar manna og ekki nauðsynjar eru margar,
málsaðilar eða framleiðendur og neytendur, kaupendur
og seljendur afarmargir bæði utan lands og innan,
og kauþskapurinn því einnig margvíslegur. En þó
verða liöfuðatriðin í öllu verzlunarmálinu glögg og
einföld, er menn liafa aflað sjer víðtæks yfirlits yíir
verzlunarmál yíirleitt.
Margar hendur vinna Ijett verk. Ef landsmenn
vilja hjálpast að lil þess að koma verzlun landsins
í lag, þá mun það takast, þótt aíö marga erfiðleika
sje að eiga. En sá erfiðleiki er ef til vill þyngstur,
að landsmenn eru yfirlcitt fákunnandi og fáfróðir í
verzlunarmálum, og sökum liins gamla verzlunar-
ólags eru þeir alveg óvanir greiðum verzlunarviðskipt-
um og því ógreiðir sjálfir í viðskiptum, en á þvi
ríður mest, að viðskiptin sjeu greið og að hönd selji
hendi. En nú hlýtur landsstjórnin og alþingi að sjá
um, að ahnenningur sje frœddur um verzhm og að
menn fái kennstn í því, sem nauðsgnlegt er að vita,
lil þess að verztun tandsmanna geti komist í rjett horf.
Þjóðin hefur allan hinn langa einokunaraldur ekkert
fengist við verzlun. Nú eru að vísu ýmsir íslend-
ingar farnir að fást við verzhm, en enn er þó verzl-
unin þannig, að landsmenn fá eigi ágóðann af verzlun
sinni sjálfir. l’etta þarf að lagast og það fje, sem
verður varið úr landssjóði lil ]>ess að lirinda þessu
i lag, mun bera margfaldan ávöxt fgrir landsmenn
sjálfa.