Andvari - 01.01.1905, Blaðsíða 92
86
Um forsetakosningu
Alríkismálefni eða sameiginleg málefni eru aðeins
þau, sem stjórnarskráin telur sameiginleg, og þau eru
þessi:
1, friður og ófriður, lier og íloti;
2, yiðskipti við önnur ríki, utanríkismálefni;
3, verzlun, utanlands og innan;
4, mynt og peningar;
ö, eignarrjettur á sömdu máliogeinkarjettur (patent);
(5, póstgöngur og póstvegir;
7, skattaálögur í þarfir alríkismálanna og sambands-
stjórnarinnar.
Öllum öðrurn málum en þeirn, sem nú voru talin,
ræður löggjöf og stjórn hvers einstaks ríkis, oghvert
ríki ræður meira að segja stjórnarskrá sinni án noklc-
urrar íhlutunar af hálfu alríkisins að öðru lejdi en
því, að öll ríkin eiga samkvæmt stjórnarskrá Banda-
ríkjanna að vera þjóðstjórnarríki. Sjerhver borgari í
Bandaríkjunum er ekki að eins þegn þeirra heldur
líka þess ríkis, þar sem hann á heima, þannig er t.
a. m. borgari í Philadelpliia ekki að eins þegn
Bandaríkjanna, heldur líka þegn Pennsylvaníu ríkis.
í stjórnarskrá Bandaríkjanna er gjörður mjög á-
kveðinn aðgreiningur milli löggjafarvaids, framkvæmd-
arvalds og dómsvalds. Löggjafarvaldið er hjá sam-
bandsþinginu (Congres) og forsetanum, framkvæmd-
arvaldið hjá forsetanum og dómsvaldið lijá dómstól-
unum. Ihngið skiptist í 2 deildir: ráðherradeildina
(Senate) og fulltrúadeildina (House of Reprœsentatives,
venjulega kallað Ihe Iioiise). í ráðherradeildinni eiga
sæti 2 þingmcnn úr liverju ríki, hvort sem það er
stórt eða lítið, mannmargt eða mannfátt; þeir eru kosn-
ir af löggjafarþinginu í hverju ríki lil ö ára og má
endurkjósa þá; fer þriðjungur frá á hverjum 2 ára
fresti, og þannig að báðir ráðherrarnir úr sama ríki
fara aldrei frá í einu. Kjörgengi til ráðherradeildar-
innar er hundið yið 30 ára aldur og 9 ára borgara-