Andvari - 01.01.1905, Blaðsíða 112
106
Um forsetakosningu
hvorri deikl, geta deildirnar auðvitað ekki orðið sam-
mála, og þá íast engin fullnaðarúrslit. Þetta ltom
mjög ljóslega fram við forsetakosninguna 187(5. Þá
var Rutherford Birchard Hayes forsetaefni samveldis-
manna, en Tilden forsetaefni sjerveldismanna. Ríkin
voru 38 og kjörmannatalan 369. Hayes hafði atkvæði
kjörmanna í 17 ríkjum og voru atkvæðin 1(53, og
Tilden hafði líka atkvæðin úr 17 ríkjum, en þau voru
184. I fjórum ríkjum höfðu verið kosnar tvennar
kjörmannasveitir, sínar úr hvorum flokki, og þóttust
allar rjett kosnar, en hvor ílokkur um sig áleit kjör-
menn hins flokksins ólöglega kosna. Þessi 4 ríki
höfðu samtals 22 kjörmenn, svo að það þurfti ekki
meíra, en að kjörmenn sjerveldismanna úr einhverju
einu ríkinu væru úrskurðaðir rjett kosnir til þess að
sjerveldismenn sigruðu og Tilden yrði forseti, því hann
vantaði ekki nema eitt atkvæði, en Iíayes þurfti öll
atkvæðin 22 lil að ná kosningu. Samveldiskjör-
mennirnir úr öllum 4 ríkjum kusu Hayes en sjerveld-
ismennirnir Tilden. Það þurl'ti því að skera úr því,
hvor kosningin úr hverju ríki væri lögmæt, en ólukk-
an var, að samveldismenn höfðu meiri liluta í ráð-
herradeildinni en sjerveldismenn í fulltrúadeildinni,
svo deildirnar gátu ekki orðið á eitl sáttar; ráðherra-
deildin vildi úrskurða allar kosningar samveldiskjör-
mannanna gildar, en fulllrúadeildin allar kosningar
sjerveldismanná, en stjórnarskráin gaf enga leiðbein-
ingu um, hvernig ætti að leysa þennan hnút. Loks
komu þingdeildirnar sjer saman um mcð þingsálykt-
un að skipa 15 manna nefnd lil að úrskufða um
lögmæti kosninganna, og skyldu 5 nefndarmenn vera
úr ráðherradeildinni, 5 úr l'ulltrúadeildinni, og 5 vera
dómarar úr hæstarjetti og voru 4 þeirra tilnefndir í
þingsályktuninni. Ráðherradeildin kaus 3 samveldis-
inenn og 2 sjerveldismenn í nefndina og fulltrúadeild-
in 3 sjerveldismenn og 2 samveldismenn, og af þeim