Andvari - 01.01.1905, Blaðsíða 68
62
Ritsímamálið.
að það, að samningar komust á um simalagning
hingað, licl'ði verið því að þakka, að sælt hefði
verið því færi, er »St. N.« þurfti á framlenging að
halda á einkaleyfi sínu, þá segir áðurnefnt blað
(»ísaf.«), að »Reykjavík« hafi nú »loks meðgengið
það«, að »St. N.« hafi verið sett þetta skilyrði.
Rétt eins og »Rvík« hefði þrætt fvrir það; hún
sem varð fyrst til að geta um það, áður en »ísaf.«
hafði hugboð um það.
Þetta er nú að eins eitt lítið sýnishorn af ó-
sannindum og sannleiksrangfærslu allra stjórnfjenda-
málgagnanna. Mér þótti nauðsynlegt, að taka það
hér fram sakir þeirra manna, er kynnu að hafa
lesið eitlhvert af þessum »lyginnar málgögnum«,
en ekki séð, hversu ósannindin hafa verið jafn-
harðan rekin ofan i þau. Engin þau ósannindi
eru hugsanleg, sem þessi l)löð skirrist við að búa
til frá rótum, ef þau að eins miða í þá átt, að
ófrægja stjórn ráðherrans (Hannesar Ilafstein), og
gera hann tortryggilegan að ósekju í augum þeirra,
sem svo slysnir eru, að lesa ekki önnur l)löð en
þessi máltól.
Eftir þennan útúrtúr skal ég nú aftur víkja
að aðalefninu og skýra frá tilboðum Marconi-
félagsins.
Tilboðin vóru 5, sitt með hverju móti, og
fylgdi þeim uppdráttur af íslandi og Færeyjum:
1. Loftritasamband frá Skotlandi lil Færeyja;
þaðan í tvennu lagi til íslands:
a) til Reykjavíkur, þaðan til Yatnsfjarðar (við
Breiðafjörð).
hj til Hvalvíkurtanga (Glettinganess, sunnan
við Borgarfjörð í N.-Múlas.); þaðan lil
Langaness, þaðan i Rauðagnúp, þaðan í Gjög-
urtá.
Með þessu móti nær sambandið livorki til