Andvari - 01.01.1905, Blaðsíða 192
186
Þjóðhagir og
bolir og ullarsokkar, sem íþróttamenn eru nú farnir
að stássa með á véturna víða erlendis. Hví skyld-
um vjer Islendingar nú ekki geta tekið upp þessa og
því um líka tóvinnu aptur, þegar hún er eins vel
borguð, eins og þessar »islenzku« peysur? Mig minn-
ir þær kosti 10—12 kr. í búðum erlendis. Allur iðnaður
verður að íylgja með tímanum, og eg er viss um, að ef
einhverjir l'engu sjer góðar fyrirmyndir af þessum
»íslenzku peysum« og »íslenzku sokkum«, mætti hafa
talsverðan liag af að búa til bæði það og annað úr
ullinni okkar.
Þá er eg viss um, að margt ætilegt mætti búa
lil úr ketinu og selja það niðursoðið og saltað bæði
utanlands og innan. Saltaða ketið cr nú þegar far-
ið að seljast vel, þó megnasta óorð hali legið á »lamba-
ketinu íslenzka« liingað til og það þótt því nær ó-
ætur matur vegna söltunaraðferðarinnar og annarar
meðferðar. Eg gæti líka ímyndað mjer, að liægt væri
að búa sjer lil atvinnugrein úr — kæfunni. Lifrar-
kæfa (Leverpostei) er nú etin um allan lieim og þyk-
ir góður inalur. Það mætti sjáfsagt búa til sumt al'
henni á íslandi, þó ekki höfum við gæsalifur. En
svo mætti sjálfsagt líka smámsaman smeygja kjötkæf-
unni inn á heimsinarkaðinn, ef hún væri fallega og
vel soðin niður. Niðursuðan á sjer eflaust framtíð á
íslandi og rísi nú þorp til sveiia og við sjávarsíð-
una mun verða hægt að liafa mikinn arð af niður-
suðunni. Það gæti líka orðið töluverður markaður í
kaupstöðum landsins vetrartímann fyrir niðurursoð-
inn mal.
Loks er eitt enn, auk margs annars, sem hafa
mætti arð af, og það er— skyriðl Fáum mun detta
í bug, að 4—5 kr. geti legið á hverjum kúfuðum
skyrdiski, ef vel er með það farið, en svo er það nú
samt. Víða í útlöndum er það selt sem fyrirtaks»ostur«.
Hverjum skyldi koma til liugar, að skyrsins okkar