Andvari - 01.01.1905, Blaðsíða 16
10
Markús F. Bjarnason.
afstj'ii háska, að svo miklu leyti sem mannlegur
styrkur og mannlegt hyggjuvit nær. Það var þetta,
sem vakti fyrir honum er hann barðist fyrir stofnun
sjómannaskóla, og það varð aðallífsmark hans að fá
því máli framgengt, enda hafa fáir harist fyrir nyt-
samara eða göfugra málefni. Hann vildi leitast við
að gera sjómannastéttina sem færasta til að mæta
þeim hættum og erfiðleikum, er jafnan eru líii lienn-
ar samfara. Og þegar hann loks hafði fengið því
framgengt, að fastur sjómannaskóli var settur á stofn,
þá varði hann allri atorku sinni og áliuga til að gera
hann svo úr garði, að hann mætti koma að sem
mestum og heztum notum. Skólinn varð undir hans
umsjón og handleiðslu að fyrirmyndarstofnun, þegar
lillit er tekið til þess, að þetta var hin fyrsta tilraun
í þá átt hér á Iandi, og var það einróma álit hinna
útlendu prófdómenda, að nemendur hér leystu yfir-
leitt betur úr prófspurningum en alinent gerðist við
samskonar próf í Danmörku. Kenslualúð hans var
framúrskarandi og hann var stjórnsamur i bezta lagi,
hafði frábært lag á að vinna sér hvorttveggja í senn
ást og virðingu lærisveina sinna, og er sá vegur vand-
rataðri en rnargur hyggur. Um vinsældir Markúsar
meðal lærisveina lians hera virðingar- og vingjafir
þær, er þeir færðu honum á liverjum velri, ljósan
volt, og þá eigi sízt minnisvarði sá, er þeir hafa reist
á leiði hans í kirkjugarðinum í Reykjavík.
Öll hin síðustu ár æfi sinnar var Markús lieitinn
mjög heilsutæpur og gat sjaldan á heilum sér tekið.
En þrátt fyrir vanheilsu sína lagði hann jafnan mik-
ið á sig og vann af kappi og trúmensku rneðan dug-
ur vanst, svo fáir munu hal'a betur gert. Hannand-
aðist 28. júní 1900, og varð öllum mönnum harm-
dauði, er til hans þcktu, því hann var eigi einungis
alorku- og framkvæmdarmaður í starfi sínu, heldur
og hið mesta ljúfmenni í allri umgengni. Verður