Andvari - 01.01.1905, Blaðsíða 59
Ritsímamálið.
53
í n. d. lætur í álitsskjali sínu sama tilgang í Ijósi,
og enginn þingmaður innir eimi orði í aðra átt1)
Þingið fer alveg að vilja stjórnarinnar og til-
lögu fjárlaganefndarinnar í því, að veita féð »til
ritsíma« alveg athugasemdalaust og samkvœmt pví
er Alþingi og sijórn hafði tiður komið saman um.
Því er féð veitt »til ritsíma milli ísantls og útlanda«,
en ekki »milli Regkjavíkur og útlanda«, að þingið
vill láta stjórnina hafa frjálsar hendur um að lenda
símanum á Auslurlandi. Af því leiðir, að landið
fengi 300 000 kr. til Zandsíma-lagningarinnar, og' að
landið, eins og þegar áður hafði um verið saniið,
legði landsímann af Austurlandi tíl Reykjavíkur.
Af þvi leiðir, að stjórnin hlaut að vita sig í fullu
samræmi við þingið, og að eins íramkvæmandi
þess skýrt hirtan vilja, ef hún þurfti að gera nauð-
synlegan undirbúning milli þinga, til að koma þessu
í verk — þó að hún hefði ekki, eins og hún þó hefir,
beina heimild tveggja þinga til þess að nota féð til
þess (75,000 kr.)— heimild, sem siðasta þingþará
ofan slaðfestir með því, að ymbra ekki einu orði á
móti þeim ummælum stjórnarinnar (í aths. við fjárl.
frv.) og fjárlaganefndarinnar, sem áður er á vikið.
Dettur lika nokkrum manni í hug, að það hafi
verið vilji þingsins, eða sé vilji þjóðarinnar, að veita
35000 kr. árlega til síma-sambands milli útlanda
og Austurlands að eíns, án þess að höfuðstaður
landsins, eða nokkur staður á því annar en einn
staður á Austurlandi, komist í sambandið?
Þá má þess og geta, að um leið og þingið heim-
ilar stjórninni að lenda simanum á Austurlandi og
þiggja af »St.N.« 300000 kr. til landsímalagningar-
1) »ísafold« 3. Maí þ. á. gefur í skyn, að gagnstætt álit hafl komið
bcrum oröum frrim á þingi. Petta er svo algerður uppspuni, aö ekkert
orð í þá átt kemur fram í umrœðumim. í þeim er alls ekki minst á
þetta einu orði, livorki til né frá, undir ölium umræðunum um íjárlögin,