Andvari - 01.01.1905, Blaðsíða 99
i Bandarikjunum.
93
efnið á þann hátt, að flokksnefndir þær, sem nýlega
var getið um, kalla saman ílokksmenn sína, sem kosn-
ingarrjett liafa, á kjörfundi, hver í sínu umdæmi, og
á þessum kjörfundum eru kosnir fulltrúar í ákveðnu
lilutfalli við kjósendatöluna, sem síðan koma saman
á kjörfund í hverju ríki. Fulltrúakjörfundurinn í
hverju ríki kýs því næst á ný fulltrúa, helmingi fleiri
en ríkið á að kjósa kjörmenn, og fulltrúarnir úr öll-
um ríkjunum koma síðan saman á þjóðfund („nati-
onal convention"), sem hvor ílokkurinn um sig lield-
ur, og sem loks tilnefnir forsetaefnið. Þjóðfundirnir
eru venjulega haldnir í einhverjum af stórbæjum Norð-
ur-Aineríku, t. a. m. Chicago, Cincinnati eða St. Louis,
vegna þess mikla manngrúa, sem þar kemur saman
og sem þarf mörg gistihús og stóra fundarsali. Þeir
eru lialdnir í júní- eða júlímánuði sumarið áður en
kosningin fer fram. Fulltrúarnir úr sama ríki lialda
sig alltaf saman, gista í sama liótelli, sitja saman í
fundarhöllinni með fána ríkis síns fyrir framan sig og
halda mót milli fundanna. Auk þess að eins margir
varafulltrúar eru kosnir eins og fulltrúar, til að koma
i stað þeirra fulltrúa, sem kunna að fatlast, þá fylgir
fulltrúunum opt mikill fjöldi af ílokkshræðrum þeirra1
og ýmsir aðrir fyrir forvitnis sakir. Dagana fyrir fund-
ardaginn byrja fulltrúarnir og aðrir að þyrpast sam-
an í fundarborginni, öll gistihús verðafull, ogmann-
grúinn svo mikill á götunum, að varla verður kom-
izt fram eða aptur um þær. Loks rennur fundardag-
urinn upp, og þó fundur byrji venjulega ekki fyr en
kl. 11 f. h., hyrja menn fyrir dagmál að troðast inn
í fundarsalinn, sem að sjálfsögðu cr stærsti salurinn
í borginni og tekur ef til vill 12—15000 manns eða
1) Á þjóðfund sjerveldismanna i Cliicago i jfilimánuði 1881 konui
000 ijelagsmenn frá Tammany Hall, liinu nalnkuuun cða licldur alriemda
sjerveldisinannaljelagi (,,Ring“) i New York, og var formnnni („The
Ross“) fjelagsins veitt mikil eptirtekt.