Andvari - 01.01.1905, Blaðsíða 67
Ritsímamálið.
61
Það er auðséð, að blaðið er búið að gleyma,
að það hafði byrjað með somu orðunum (»Ein-
hver hreyfing . . . « o. s. frv. — sjá hér að framan)
4 mánuðum áður, 27. Apríl, ]). e. um vorið. Nú
á sú »hreyfing« á ritsímamálinu, sem hlaðið sjálft
gat um snemma um vorið, að vera að þakka mála-
leitun um sumarið eftir frá Svíum og Norðmönn-
uml! Auðvilað komst hreyfingin á málið, eins og
áður er sýnt, og eins og bréf stjórnarinnar og
svarbréf Marconi félagsins 19. Febr. sýna, sem
liæði liggja til sýnis í stjórnarráðinu, undir cins
fyrstu dagana í Febrúar.
Hins þarf ekki að geta, að tilboð Svía og
Norðmanna er tilbúningur blaðsins eintómur. Frá
þeim hefir ekkert tilboð komið alt frá sköpun
veraldar fram til þessa dags (5. Maí 1905).
Öllu er hér róið að því einu, ef eitlhvað kynni
að verða úr símamálinu, að telja fólki trú um, að
það hafi svo sem á engan hátt stafað ai' viðleitni
ráðherrans, heldur hali »St. N.« þotið af stað sjálf-
krafa, til að verða fyrra til en Svíar og Norð-
menn.
»Reykjavik« hafði þcgar 19. Ágúst getið þess,
að félagið hel'ði tekið í mál að leggja símann, ef
það fengi framlenging á einkaleyfinu fyrir simann
milli Danmerkur og Englands. Þetta gefur »ísaf.«
tilefni til 27. Ág'úst að »hafa það fyrir satt«, að
»Bretastjó)n hafi gerst styðjandi málsins« með því
að »setja Ritsímafélaginu það skilyrði fyrir lenging
á leyfi fyrir ritsíma milli Jótlands og Englands, að
það leg'ði ritsima bingað til lands«,
»Reykjavík« skýrði svo þegar frá (7. Sept.),
að þetta væri líka uppspuni; það væri danska
stjórnin, en ekki Bretastjórn, sem bel'ði sett »St. N.«
þetta skilyrði.
Þá er »Rvík« svo löngu síðar mintist á það,